Salas og Korda efstar fyrir lokahringinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2021 23:01 Nelly Korda og Lizette Salas eru efstar fyrir lokahringinn. Hér eru þær ásamt Celine Boutier. Kevin C. Cox/Getty Images Lizette Salas og Nelly Korda eru jafnar í efsta sæti fyrir lokahring KPMG risamóts kvenna í golfi. Þær eru báðar 15 höggum undir pari, eða fimm höggum á undan næstu kylfingum. Salas spilaði þriðja hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún hefur raunar spilað alla þrjá hringina á 67 höggum og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Korda endaði daginn á 68 höggum, eða einu höggi meira en Salas. Þrátt fyrir að spila fjórum höggum undir pari í dag náði hún ekki að fylgja eftir frábærum öðrum hring þar sem hún spilaði á 63 höggum, eða heilum níu höggum undir pari. Charley Hull, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag mótsins, hefur ekki náð að halda uppteknum hætti og er nú í 17. sæti eftir að hafa endað daginn tveim höggum yfir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Salas og Korda. Það eru þær Patty Tavatanakit, Giulia Molinaro og Celine Boutier. Það verður því ekki bara hart barist um sigur á mótinu, því þó að Salas og Korda hafi gott forskot á næstu kylfinga er þéttur pakki fyrir neðan þær. Bein útsending frá lokadeginum verður á Stöð 2 Golf og hefst hún klukkan 16:00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Salas spilaði þriðja hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún hefur raunar spilað alla þrjá hringina á 67 höggum og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Korda endaði daginn á 68 höggum, eða einu höggi meira en Salas. Þrátt fyrir að spila fjórum höggum undir pari í dag náði hún ekki að fylgja eftir frábærum öðrum hring þar sem hún spilaði á 63 höggum, eða heilum níu höggum undir pari. Charley Hull, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag mótsins, hefur ekki náð að halda uppteknum hætti og er nú í 17. sæti eftir að hafa endað daginn tveim höggum yfir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Salas og Korda. Það eru þær Patty Tavatanakit, Giulia Molinaro og Celine Boutier. Það verður því ekki bara hart barist um sigur á mótinu, því þó að Salas og Korda hafi gott forskot á næstu kylfinga er þéttur pakki fyrir neðan þær. Bein útsending frá lokadeginum verður á Stöð 2 Golf og hefst hún klukkan 16:00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira