Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Assange Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2021 22:24 Sigurður Ingi Þórðarson, eða „Siggi hakkari“ með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Stundin segir að Sigurður Ingi hafi starfað sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks en að hann hafi ýkt aðild sína að starfsemi uppljóstranavefsins og dregið sér fé frá samtökunum. Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins. Íslenska dagblaðið Stundin birti frétt sína um að Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem „Siggi hakkari“ í fjölmiðlum, viðurkenni að hafa búið til ásakanir sem voru notaðar í bandarískri ákæru á hendur Assange á ensku í dag. Snowden, sem er varð heimsþekktur þegar hann lak leynilegum skjölum sem sýndu fram á stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) árið 2013, tísti hlekk á frétt Stundarinnar í dag með þeim orðum að hún væri „endalok málsins gegn Julian Assange“. This is the end of the case against Julian Assange. https://t.co/bhFCfVBuq0— Edward Snowden (@Snowden) June 26, 2021 Stundin lýsir Sigurði Inga, sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og ýmis konar fjársvik hér á landi, sem „lykilvitni“ í máli bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn Assange. Hann viðurkenni nú að hafa logið ásökunum sem koma fram í ákæru þess á hendur stofnanda Wikileaks, þar á meðal að Assange hafi skipað Sigurði Inga að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. Ákæran tengist ekki ásökunum Sigurðar Inga Fullyrðing Snowden um að uppljóstranir Stundarinnar um að Sigurður Ingi segist hafa borið ljúgvitni bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Assange er þó hæpin. Kjarninn í ákærunni er að Assange hafi átt þátt í tölvuinnbroti ásamt Chelsea Manning, uppljóstrara innan bandaríska hersins, sem lak gífurlegu magni leynilegra sendiráðsskjala sem Wikileaks birti árið 2010 og 2011, að hluta til í samstarfi við fjölmiðla í nokkrum löndum. Ekkert hefur komið fram um að framburður Sigurðar Inga liggi til grundvallar meginefnis ákærunnar gegn Assange sem er í átján liðum. Ásakanir Sigurðar Inga komu fram í uppfærðri ákæru bandaríska dómsmálaráðuneytisins í júní í fyrra. Ekki var bætt við ákæruliðina frá upphaflegri útgáfu ákærunnar. Þess í stað voru ásakanirnar sagðar renna frekari stoðum undir ásakanir um að Assange hafi gerst sekur um samsæri um tölvuinnbrot. Í frétt Stundarinnar segir enda að svo virðist sem að tilgangurinn með því að bæta ásökunum Sigurðar Inga við ákæruna hafi verið að styrkja grundvöll fyrir þeim liðum ákærunnar sem sneru að meintu samsæri Assange og Manning um tölvuinnbrot. Þegar Washington Post sagði frá uppfærðu ákærunni í fyrra kom fram að nýju ásakanirnar væru fyrndar en að þær ættu að styðja fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um að líta ætti á Assange sem tölvuþrjót en ekki blaðamann eða útgefanda. Herréttur sakfelldi Manning fyrir njósnir gegn bandaríska ríkinu árið 2013 og hlaut hún 35 ára fangelsisrefsingu. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu hennar rétt áður en hann yfirgaf embættið í janúar árið 2017. Manning var hins vegar fangelsuð aftur árið 2019 fyrir óhlýðni við dómstól þegar hún neitað að vitna gegn Assange í málinu gegn honum. Sakaður um að stefna heimildarmönnum Bandaríkjastjórnar í hættu Assange situr nú í fangelsi í Bretlandi en dómari þar í landi hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að hann yrði framseldur í janúar. Hann var handtekinn eftir að ekvadorsk stjórnvöld drógu til baka vernd sem hann hafði notið í sendiráði landsins í London í apríl árið 2019. Þá hafði Asssange hafst við í sendiráðinu í sjö ár. Upphaflega leitaði Assange á náðir sendiráðs Ekvadors til að koma sér undan framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna nauðgunarmáls þar í landi. Assange hélt því fram að það mál væri yfirskyn til þess að koma honum í hendur Bandaríkjastjórnar vegna lekans á sendiráðsskjölunum árið 2010. Sama dag og Assange var handtekinn þegar hann yfirgaf sendiráðið var ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn honum gerð opinber. Hann er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot í slagtogi við Manning en einnig fyrir brot gegn njósnalögum. Honum var þannig gefið að sök að hafa stefnt lífi heimildarmanna bandarískra stjórnvalda, meðal annars í Afganistan og Írak, í hættu með því að birta nöfn þeirra opinberlega. Málið gegn Assange hefur verið umdeilt þar sem margir telja það stríða gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Fjöldi fjölmiðla, þar á meðal bandarískra, birtu þannig fréttir upp úr sömu gögnum og Assange er ákærður fyrir að birta. Þeir afmáðu hins vegar nöfn fólks sem þeir töldu að gætu verið í hættu ef nafn þess væri birt. Washington Post sagði að dómsmálaráðuneytið í tíð Obama veigrað sér við að ákæra Assange vegna álitamála um fjölmiðlafrelsi. Stjórn Donalds Trump tók málið hins vegar upp aftur og ákærði Assange. WikiLeaks Bandaríkin Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Íslenska dagblaðið Stundin birti frétt sína um að Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem „Siggi hakkari“ í fjölmiðlum, viðurkenni að hafa búið til ásakanir sem voru notaðar í bandarískri ákæru á hendur Assange á ensku í dag. Snowden, sem er varð heimsþekktur þegar hann lak leynilegum skjölum sem sýndu fram á stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) árið 2013, tísti hlekk á frétt Stundarinnar í dag með þeim orðum að hún væri „endalok málsins gegn Julian Assange“. This is the end of the case against Julian Assange. https://t.co/bhFCfVBuq0— Edward Snowden (@Snowden) June 26, 2021 Stundin lýsir Sigurði Inga, sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og ýmis konar fjársvik hér á landi, sem „lykilvitni“ í máli bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn Assange. Hann viðurkenni nú að hafa logið ásökunum sem koma fram í ákæru þess á hendur stofnanda Wikileaks, þar á meðal að Assange hafi skipað Sigurði Inga að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. Ákæran tengist ekki ásökunum Sigurðar Inga Fullyrðing Snowden um að uppljóstranir Stundarinnar um að Sigurður Ingi segist hafa borið ljúgvitni bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Assange er þó hæpin. Kjarninn í ákærunni er að Assange hafi átt þátt í tölvuinnbroti ásamt Chelsea Manning, uppljóstrara innan bandaríska hersins, sem lak gífurlegu magni leynilegra sendiráðsskjala sem Wikileaks birti árið 2010 og 2011, að hluta til í samstarfi við fjölmiðla í nokkrum löndum. Ekkert hefur komið fram um að framburður Sigurðar Inga liggi til grundvallar meginefnis ákærunnar gegn Assange sem er í átján liðum. Ásakanir Sigurðar Inga komu fram í uppfærðri ákæru bandaríska dómsmálaráðuneytisins í júní í fyrra. Ekki var bætt við ákæruliðina frá upphaflegri útgáfu ákærunnar. Þess í stað voru ásakanirnar sagðar renna frekari stoðum undir ásakanir um að Assange hafi gerst sekur um samsæri um tölvuinnbrot. Í frétt Stundarinnar segir enda að svo virðist sem að tilgangurinn með því að bæta ásökunum Sigurðar Inga við ákæruna hafi verið að styrkja grundvöll fyrir þeim liðum ákærunnar sem sneru að meintu samsæri Assange og Manning um tölvuinnbrot. Þegar Washington Post sagði frá uppfærðu ákærunni í fyrra kom fram að nýju ásakanirnar væru fyrndar en að þær ættu að styðja fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um að líta ætti á Assange sem tölvuþrjót en ekki blaðamann eða útgefanda. Herréttur sakfelldi Manning fyrir njósnir gegn bandaríska ríkinu árið 2013 og hlaut hún 35 ára fangelsisrefsingu. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu hennar rétt áður en hann yfirgaf embættið í janúar árið 2017. Manning var hins vegar fangelsuð aftur árið 2019 fyrir óhlýðni við dómstól þegar hún neitað að vitna gegn Assange í málinu gegn honum. Sakaður um að stefna heimildarmönnum Bandaríkjastjórnar í hættu Assange situr nú í fangelsi í Bretlandi en dómari þar í landi hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að hann yrði framseldur í janúar. Hann var handtekinn eftir að ekvadorsk stjórnvöld drógu til baka vernd sem hann hafði notið í sendiráði landsins í London í apríl árið 2019. Þá hafði Asssange hafst við í sendiráðinu í sjö ár. Upphaflega leitaði Assange á náðir sendiráðs Ekvadors til að koma sér undan framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna nauðgunarmáls þar í landi. Assange hélt því fram að það mál væri yfirskyn til þess að koma honum í hendur Bandaríkjastjórnar vegna lekans á sendiráðsskjölunum árið 2010. Sama dag og Assange var handtekinn þegar hann yfirgaf sendiráðið var ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn honum gerð opinber. Hann er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot í slagtogi við Manning en einnig fyrir brot gegn njósnalögum. Honum var þannig gefið að sök að hafa stefnt lífi heimildarmanna bandarískra stjórnvalda, meðal annars í Afganistan og Írak, í hættu með því að birta nöfn þeirra opinberlega. Málið gegn Assange hefur verið umdeilt þar sem margir telja það stríða gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Fjöldi fjölmiðla, þar á meðal bandarískra, birtu þannig fréttir upp úr sömu gögnum og Assange er ákærður fyrir að birta. Þeir afmáðu hins vegar nöfn fólks sem þeir töldu að gætu verið í hættu ef nafn þess væri birt. Washington Post sagði að dómsmálaráðuneytið í tíð Obama veigrað sér við að ákæra Assange vegna álitamála um fjölmiðlafrelsi. Stjórn Donalds Trump tók málið hins vegar upp aftur og ákærði Assange.
WikiLeaks Bandaríkin Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42
Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42