Innlent

Flug­freyju­fé­lagið óskar eftir við­ræðum við Play

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
nýet
Vísir/Samsett

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play.

Drífa segir að þar með gefist flugfélaginu kostur á að „gera raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag“. Play hefur nú nokkra daga til þess svara beiðni FFÍ.

„Krafan er skýr: Að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt kjarasamningum. Sá samningur verði lagður í dóm starfsfólk og þar með verði leikreglur á íslenskum vinnumarkaði virtar,“ skrifar Drífa í Facebook-færslu um málið.

Drífa segir ASÍ muni styðja þétt við bakið á FFÍ og beita öllum tiltækum ráðum til að koma á kjarasamningi. „Það er rík ábyrgð okkar sem samfélags að hafna hvers kyns tilraunum til niðurbrots á verkalýðshreyfingunni því það getur haft alvarlegar afleiðingar á kjör okkar allar.“

Flugfélagið hefur hingað til ekki viljað ganga til samninga við Flugfreyjufélagið, sem er félagið sem Icelandair semur við. Drífa og Birgir mættust í Sprengisandi í maí þar sem þau ræddu kjaramál starfsmanna Play. Birgir taldi Drífu hafa misnotað vald sitt þegar hún hvatti landsmenn til þess að sniðganga flugfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×