Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 22:49 Skeljungur verður með viðskiptunum meirihlutaeigandi Lyfsalans. Félagið rekur þrjú apótek, þar á meðal bílaapótek við Vesturlandsveg. Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. Skeljungur á 10% hlut í Lyfsalanum ehf. sem rekur þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu. Kauptilboð Lyfsalans í allt hlutafél Lyfjavals ehf. og Landakots fasteignafélags ehf. var samþykkt í dag. Lyfjaval rekur einnig þrjú apótek. Í tilkynningu um viðskiptin segir að gangi þau eftir verði kaupin fjármögnuð með hlutafjáraukningu Skeljungs í Lyfsalanum sem nemur 400 milljónum króna. Við aukningu verður Skeljungur eigandi að 56% hlutafjár í Lyfsalanum. Kauptilboðið hljóða upp á einn og hálfan milljarð króna og verður kaupverðið greitt með eiginfjárframlagi og lántöku. Stefnt er að því að ljúka kaupunum á fjórða ársfjórðungi en þau eru háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Skeljungur hefur verið þekktastur fyrir að reka bensínstöðvar um áratugaskeið. Í tilkynningunni er haft eftir Árna Pétri Jónssyni forstjóra að kaupin séu liður í stefnu Skeljungs um að minnka vægi í sölu eldsneytis með því að fjárfesta í einingum sem tengist henni ekki. Hann segist jafnframt líta til tækifæra í að auka framboð bílaapóteka. Lyfsalinn rekur fyrir eitt slíkt apótek við þjónustustöð Orkunnar sem er í eigu Skeljungs við Vesturlandsveg. Lyf Bensín og olía Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Sjá meira
Skeljungur á 10% hlut í Lyfsalanum ehf. sem rekur þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu. Kauptilboð Lyfsalans í allt hlutafél Lyfjavals ehf. og Landakots fasteignafélags ehf. var samþykkt í dag. Lyfjaval rekur einnig þrjú apótek. Í tilkynningu um viðskiptin segir að gangi þau eftir verði kaupin fjármögnuð með hlutafjáraukningu Skeljungs í Lyfsalanum sem nemur 400 milljónum króna. Við aukningu verður Skeljungur eigandi að 56% hlutafjár í Lyfsalanum. Kauptilboðið hljóða upp á einn og hálfan milljarð króna og verður kaupverðið greitt með eiginfjárframlagi og lántöku. Stefnt er að því að ljúka kaupunum á fjórða ársfjórðungi en þau eru háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Skeljungur hefur verið þekktastur fyrir að reka bensínstöðvar um áratugaskeið. Í tilkynningunni er haft eftir Árna Pétri Jónssyni forstjóra að kaupin séu liður í stefnu Skeljungs um að minnka vægi í sölu eldsneytis með því að fjárfesta í einingum sem tengist henni ekki. Hann segist jafnframt líta til tækifæra í að auka framboð bílaapóteka. Lyfsalinn rekur fyrir eitt slíkt apótek við þjónustustöð Orkunnar sem er í eigu Skeljungs við Vesturlandsveg.
Lyf Bensín og olía Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Sjá meira