Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 1-1 | Tíu KA menn sóttu stig í Kaplakrika Árni Konráð Árnason skrifar 27. júní 2021 19:31 Matthías Vilhjálmsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson í baráttunni í Kaplakrika. Vísir/Hulda Margrét Óli Jó stýrði liði FH í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 2007 er liðið fékk KA í heimsókn í Kaplakrikann í dag. Lokatölur 1-1, en KA menn jöfnuðu leikinn þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka eftir að hafa orðið manni færri nokkrum mínútum áður. Ólafur, sem að tók nýverið við af Loga Ólafssyni sem að var látinn taka pokann sinn eftir stórt tap gegn Blikum á Kópavogsvelli í seinustu umferð, er einn sigursælasti þjálfari Íslands. Hann stýrir liði FH samhliða Davíð Þór Viðarssyni, fyrrverandi leikmanni FH. Leikurinn byrjaði nokkuð skemmtilega, bæði lið voru að sækja mikið að marki andstæðinga sinna og færin létu á sér bera. Fyrsta færi leiksins átti Hallgrímur Mar á 13. mínútu þegar að hann fékk boltann vinstra megin inn í teig FH-inga hann lék þá á Pétur Viðarsson í vörn FH-inga áður en að hann féll til jarðar. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, var staðráðinn í því að þetta hafi ekki verið brot og veifaði höndum. Pétur Guðmundsson dæmdi þó víti 7. mínutum seinna, hinu megin á vellinum. Í þetta skipti var það Björn Daníel sem að var með vald á boltanum á miðjum teig KA manna en Brynjar Ingi togaði í treyju Björns og Dusan Brkovic tæklaði Björn í kjölfarið, ómögulegt að segja hvor þeirra var valdur af vítaspyrnudóminum. Steven Lennon steig á punktinn á 20. mínútu og sendi Steinþór Már í vitlaust horn. Örugg spyrna og 1-0 fyrir Fimleikafélaginu. Bæði lið fengu tækifæri til þess að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik en boltinn vildi ekki inn, FH leiddi því 1-0 í hálfleik. Á 57. mínútu átti fágætt atvik sér stað. Pétur Guðmundsson dómari leiksins skipti sjálfum sér út af og Vilhjálmur Alvar kom inn á. Vilhjálmur neyddist til þess að taka nokkuð stórar ákvarðanir það sem eftir var af leiktíma. Þar ber helst að nefna að hann sendi Dusan Brkovic í sturtu eftir að hann braut á sér sem aftasti varnarmaður, réttur dómur án vafa. Umdeilt atvik átti sér þó stað á 83. mínútu þegar að Steven Lennon slapp einn í gegn og mætti Steinþóri Má í marki KA manna. Steven vippaði boltanum fram hjá Steinþóri og var kominn fram hjá er hann féll í jörðina. Vilhjálmur mat það svo að Steven hafi farið nokkuð auðveldlega niður og gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap, mjög svo umdeilanlegur dómur. Tveimur mínútum síðar eða á 85. mínútu leiksins barst fyrirgjöf FH-inga á fjærstöng þar sem að Eggert Gunnþór var einn á auðum sjó og skallaði boltann fyrir markið þar sem að enginn annar en Steven Lennon setti boltann í netið. Flaggið fór þó á loft og var dæmd rangstæða. Gegn gangi leiksins náðu KA menn að koma boltanum í mark FH-inga á 77. mínútu. Einum færri sóttu KA menn upp vinstri kantinn þar sem að fyrirgjöf barst á nærsvæðið, þar sem að Ásgeir Sigurgeirsson var með mann í bakinu en nær að snerta boltanum þannig að boltinn barst fyrir framan markið. Þar mætti enginn annar en Jonathan Hendrickx og setti boltann snyrtilega í mark FH-inga, 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki og KA menn náðu því að bjarga mikilvægu stigi, manni færri. KA sem að hafa einungis fengið á sig 5 mörk í 9 leikjum, fæst allra liða, eru nú í vandræðum með vörnina. Dusan fékk rautt spjald í leiknum og er því í leikbanni í þeim næsta. Brynjar Ingi nær mögulega bara að spila einn leik til viðbótar fyrir KA. Það er ljóst að Arnar Grétarsson, þjálfari KA, á erfitt verk fyrir höndum sér í komandi leikjum. Af hverju gerðu liðin jafntefli? FH var betri aðilinn í leiknum en KA menn gáfust bara aldrei upp. Einum færri hættu þeir ekki að sækja og uppskáru úr því mark. Steinþór Már átti frábæran vörslur og FH átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram hjá honum í markinu. Þessir stóðu upp úr Steinþór Már hélt KA mönnum inn í leiknum með frábærum vörslum. Ágúst Eðvald í liði FH-inga er alltaf jafn líflegur á vellinum og virðist vera með auka sett af lungum. Hann vann allan leikinn jafnt sem í vörn og sókn. Hvað gekk illa? Vilhjálmur Alvar hefur dæmt betur en hann gerði í dag. Ákvarðanir hans virtust halla eilítið á FH-inga þó svo að Dusan, leikmaður KA, hafi verið sendur í sturtu. FH-ingar náðu lítið að nýta sér það að vera manni fleiri í 23 mínútur plús uppbótartíma. Þeir lágu á KA mönnum bróðurpartinn af leiknum en uppskáru einungis eitt mark úr vítaspyrnu. Hvað gerist næst? FH-ingar mæta toppliði Vals á Hlíðarenda 1. júlí klukkan 19:15 á meðan KA fær KR í heimsókn á Greifavöllinn 5. Júlí klukkan 18:00. Ásgeir: Sýndum í seinni hálfleik baráttuanda Ásgeir Sigurgeirsson var ánægður með baráttu sinna manna.vísir/hulda margrét Ásgeir, sem að lagði upp mark KA manna í 1-1 jafntefli gegn FH, var sáttur við að bjarga stigi úr leiknum „Úr því sem komið var að þá var þetta allt í lagi. Við verðum að vinna svona leiki“ sagði Ásgeir og hélt áfram: „Við sýndum í seinni hálfleik baráttuanda sem að við getum kallað fram eftir þörfum. Það er sterkt að hafa það líka“. KA menn náðu að bjarga afar mikilvægu stigi úr leiknum og komast þeir með því í 3. sæti deildarinnar, einu stigi fyrir ofan Breiðablik sem að situr í því 4. „Það er mjög mikilvægt, að fara með ekkert héðan hefði verið slappt. Úr því sem komið var að þá tökum við stigið allan daginn“ sagði Ásgeir. Davíð Þór þjálfari FH: Ánægður með frammistöðuna en ósáttur með niðurstöðuna Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði FH til fjölda ára en er nú þjálfari liðsins.Vísir „Fyrst og fremst er ég ánægður með frammistöðuna okkar, en hundsvekktur með niðurstöðuna og úrslitin, þar sem að við spiluðum mjög góðan leik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Davíð Þór í leikslok. „Við hefðum svo sannarlega átt skilið að fara sigrandi úr þessum leik“ sagði Davíð aðspurður um hvort að hann væri sáttur með stigið. Arnar Grétarsson þjálfari KA: Það er nýr þjálfari kominn inn og það kemur ákveðin vítamínsprauta við það Arnar Grétarsson var nokkuð sáttur með stigið.vísir/hulda margrét Arnar Grétarsson hefði viljað þrjú stig fyrir leik en er sáttur með stigið miðað við hvernig leikurinn þróaðist. „Við erum í seinni hálfleik, einum manni færri, 1-0 undir á móti gríðarlega vel mönnuðu liði FH, þó svo að þeir hafi ekki verið að taka mikið af stigum. Það er nýr þjálfari kominn inn og það kemur ákveðin vítamínsprauta við það“ sagði Arnar og hélt áfram: „Einum færri settu þeir pressu á okkur í restina og við stóðumst það. Miðað við stöðuna að þá getum við verið sáttir í stöðunni 1-0, einum færri að taka stig hjá þeim. KA menn eru í vandræðum og þurfa að breyta varnarlínunni fyrir næsta leik þar sem að Dusan er í leikbanni og Brynjar Ingi gæti hafa verið að spila sinn seinasta leik. „Í ljósi þess að það séu miklar líkur á því að Brynjar Ingi gæti hafa verið síðasti leikurinn hans, að þá er þetta þeim mun erfiðara. Því við erum ekkert með Aragrúann af hafsentum. Við erum með Hallgrím Jónasson, aðstoðarþjálfara sem að er meiddur. Við erum með Hauk sem að getur spilað, hann hefur meira verið að spila á miðjunni hjá okkur. Síðan er Ívar Örn sem að er að koma úr liðþófa aðgerð. Ég vona innilega að Brynjar Ingi nái einum leik í viðbót“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA. Pepsi Max-deild karla FH KA
Óli Jó stýrði liði FH í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 2007 er liðið fékk KA í heimsókn í Kaplakrikann í dag. Lokatölur 1-1, en KA menn jöfnuðu leikinn þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka eftir að hafa orðið manni færri nokkrum mínútum áður. Ólafur, sem að tók nýverið við af Loga Ólafssyni sem að var látinn taka pokann sinn eftir stórt tap gegn Blikum á Kópavogsvelli í seinustu umferð, er einn sigursælasti þjálfari Íslands. Hann stýrir liði FH samhliða Davíð Þór Viðarssyni, fyrrverandi leikmanni FH. Leikurinn byrjaði nokkuð skemmtilega, bæði lið voru að sækja mikið að marki andstæðinga sinna og færin létu á sér bera. Fyrsta færi leiksins átti Hallgrímur Mar á 13. mínútu þegar að hann fékk boltann vinstra megin inn í teig FH-inga hann lék þá á Pétur Viðarsson í vörn FH-inga áður en að hann féll til jarðar. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, var staðráðinn í því að þetta hafi ekki verið brot og veifaði höndum. Pétur Guðmundsson dæmdi þó víti 7. mínutum seinna, hinu megin á vellinum. Í þetta skipti var það Björn Daníel sem að var með vald á boltanum á miðjum teig KA manna en Brynjar Ingi togaði í treyju Björns og Dusan Brkovic tæklaði Björn í kjölfarið, ómögulegt að segja hvor þeirra var valdur af vítaspyrnudóminum. Steven Lennon steig á punktinn á 20. mínútu og sendi Steinþór Már í vitlaust horn. Örugg spyrna og 1-0 fyrir Fimleikafélaginu. Bæði lið fengu tækifæri til þess að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik en boltinn vildi ekki inn, FH leiddi því 1-0 í hálfleik. Á 57. mínútu átti fágætt atvik sér stað. Pétur Guðmundsson dómari leiksins skipti sjálfum sér út af og Vilhjálmur Alvar kom inn á. Vilhjálmur neyddist til þess að taka nokkuð stórar ákvarðanir það sem eftir var af leiktíma. Þar ber helst að nefna að hann sendi Dusan Brkovic í sturtu eftir að hann braut á sér sem aftasti varnarmaður, réttur dómur án vafa. Umdeilt atvik átti sér þó stað á 83. mínútu þegar að Steven Lennon slapp einn í gegn og mætti Steinþóri Má í marki KA manna. Steven vippaði boltanum fram hjá Steinþóri og var kominn fram hjá er hann féll í jörðina. Vilhjálmur mat það svo að Steven hafi farið nokkuð auðveldlega niður og gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap, mjög svo umdeilanlegur dómur. Tveimur mínútum síðar eða á 85. mínútu leiksins barst fyrirgjöf FH-inga á fjærstöng þar sem að Eggert Gunnþór var einn á auðum sjó og skallaði boltann fyrir markið þar sem að enginn annar en Steven Lennon setti boltann í netið. Flaggið fór þó á loft og var dæmd rangstæða. Gegn gangi leiksins náðu KA menn að koma boltanum í mark FH-inga á 77. mínútu. Einum færri sóttu KA menn upp vinstri kantinn þar sem að fyrirgjöf barst á nærsvæðið, þar sem að Ásgeir Sigurgeirsson var með mann í bakinu en nær að snerta boltanum þannig að boltinn barst fyrir framan markið. Þar mætti enginn annar en Jonathan Hendrickx og setti boltann snyrtilega í mark FH-inga, 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki og KA menn náðu því að bjarga mikilvægu stigi, manni færri. KA sem að hafa einungis fengið á sig 5 mörk í 9 leikjum, fæst allra liða, eru nú í vandræðum með vörnina. Dusan fékk rautt spjald í leiknum og er því í leikbanni í þeim næsta. Brynjar Ingi nær mögulega bara að spila einn leik til viðbótar fyrir KA. Það er ljóst að Arnar Grétarsson, þjálfari KA, á erfitt verk fyrir höndum sér í komandi leikjum. Af hverju gerðu liðin jafntefli? FH var betri aðilinn í leiknum en KA menn gáfust bara aldrei upp. Einum færri hættu þeir ekki að sækja og uppskáru úr því mark. Steinþór Már átti frábæran vörslur og FH átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram hjá honum í markinu. Þessir stóðu upp úr Steinþór Már hélt KA mönnum inn í leiknum með frábærum vörslum. Ágúst Eðvald í liði FH-inga er alltaf jafn líflegur á vellinum og virðist vera með auka sett af lungum. Hann vann allan leikinn jafnt sem í vörn og sókn. Hvað gekk illa? Vilhjálmur Alvar hefur dæmt betur en hann gerði í dag. Ákvarðanir hans virtust halla eilítið á FH-inga þó svo að Dusan, leikmaður KA, hafi verið sendur í sturtu. FH-ingar náðu lítið að nýta sér það að vera manni fleiri í 23 mínútur plús uppbótartíma. Þeir lágu á KA mönnum bróðurpartinn af leiknum en uppskáru einungis eitt mark úr vítaspyrnu. Hvað gerist næst? FH-ingar mæta toppliði Vals á Hlíðarenda 1. júlí klukkan 19:15 á meðan KA fær KR í heimsókn á Greifavöllinn 5. Júlí klukkan 18:00. Ásgeir: Sýndum í seinni hálfleik baráttuanda Ásgeir Sigurgeirsson var ánægður með baráttu sinna manna.vísir/hulda margrét Ásgeir, sem að lagði upp mark KA manna í 1-1 jafntefli gegn FH, var sáttur við að bjarga stigi úr leiknum „Úr því sem komið var að þá var þetta allt í lagi. Við verðum að vinna svona leiki“ sagði Ásgeir og hélt áfram: „Við sýndum í seinni hálfleik baráttuanda sem að við getum kallað fram eftir þörfum. Það er sterkt að hafa það líka“. KA menn náðu að bjarga afar mikilvægu stigi úr leiknum og komast þeir með því í 3. sæti deildarinnar, einu stigi fyrir ofan Breiðablik sem að situr í því 4. „Það er mjög mikilvægt, að fara með ekkert héðan hefði verið slappt. Úr því sem komið var að þá tökum við stigið allan daginn“ sagði Ásgeir. Davíð Þór þjálfari FH: Ánægður með frammistöðuna en ósáttur með niðurstöðuna Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði FH til fjölda ára en er nú þjálfari liðsins.Vísir „Fyrst og fremst er ég ánægður með frammistöðuna okkar, en hundsvekktur með niðurstöðuna og úrslitin, þar sem að við spiluðum mjög góðan leik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Davíð Þór í leikslok. „Við hefðum svo sannarlega átt skilið að fara sigrandi úr þessum leik“ sagði Davíð aðspurður um hvort að hann væri sáttur með stigið. Arnar Grétarsson þjálfari KA: Það er nýr þjálfari kominn inn og það kemur ákveðin vítamínsprauta við það Arnar Grétarsson var nokkuð sáttur með stigið.vísir/hulda margrét Arnar Grétarsson hefði viljað þrjú stig fyrir leik en er sáttur með stigið miðað við hvernig leikurinn þróaðist. „Við erum í seinni hálfleik, einum manni færri, 1-0 undir á móti gríðarlega vel mönnuðu liði FH, þó svo að þeir hafi ekki verið að taka mikið af stigum. Það er nýr þjálfari kominn inn og það kemur ákveðin vítamínsprauta við það“ sagði Arnar og hélt áfram: „Einum færri settu þeir pressu á okkur í restina og við stóðumst það. Miðað við stöðuna að þá getum við verið sáttir í stöðunni 1-0, einum færri að taka stig hjá þeim. KA menn eru í vandræðum og þurfa að breyta varnarlínunni fyrir næsta leik þar sem að Dusan er í leikbanni og Brynjar Ingi gæti hafa verið að spila sinn seinasta leik. „Í ljósi þess að það séu miklar líkur á því að Brynjar Ingi gæti hafa verið síðasti leikurinn hans, að þá er þetta þeim mun erfiðara. Því við erum ekkert með Aragrúann af hafsentum. Við erum með Hallgrím Jónasson, aðstoðarþjálfara sem að er meiddur. Við erum með Hauk sem að getur spilað, hann hefur meira verið að spila á miðjunni hjá okkur. Síðan er Ívar Örn sem að er að koma úr liðþófa aðgerð. Ég vona innilega að Brynjar Ingi nái einum leik í viðbót“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA.