Fýlupúkafélagið í Sjálfstæðisflokknum safnar vopnum sínum Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 10:14 Brynjar skorar á Harald að flytja ekki að heiman. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gaf það út í gær að hann væri hættur við að hætta í pólitíkinni. Hann skorar nú á Harald Benediktsson þingmann félaga sinn í flokknum að gera slíkt hið sama. Haraldur Benediktsson sagði í prófkjörsbaráttu að ef hann myndi ekki hreppa oddvitasætið myndi hann segja þetta gott. Sú varð reyndin, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði hann næsta léttilega í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. En í kjölfarið komu vöflur á Harald, að hann hafi nú kannski ekki sagt þetta og nú vill Brynjar leggja sitt af mörkum til að losa hann úr klípunni. Mikill fögnuður braust út á síðu Brynjars í gær þegar fyrir lá að hann ætlaði sér að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og í gamansamri Facebook-færslu sem Brynjar birti nú í morgun segir Brynjar að Haraldur sé undir feldi, líkt og hann sjálfur var, en það sé minkafeldur í tilfelli Haralds. Kraftmikill dugnaðarforkur „Þótt ég skilji mjög vel afstöðu Haraldar vil ég hvetja hann til þess að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi,“ segir Brynjar og tekur svo til við að tíunda kosti Haralds. Þeir hafi nú starfað saman á þingi í átta ár og fullyrða megi að hann sé einhver öflugasti þingmaður þjóðarinnar. „Þótt hann sé miðaldra karl og bóndi að auki. Hann er kraftmikill dugnaðarforkur sem hefur leitt mörg að mestu framfararmálum síðustu ára, ekki bara í eigin kjördæmi heldur um landið allt. Vandamálið með Harald er að hann er full hógvær og tranar sér ekki nægilega fram.“ Og þá telur Brynjar vert taka af öll tvímæli um að Haraldur sé leiðindaskarfur, því það er hann ekki. „Þótt Haraldur sé nú um stundir formaður fýlupúkafélagsins er hann bráðskemmtilegur maður og fyndinn á sinn lúmska hátt. Það er engin hætta á að hann drepi mann úr leiðindum.“ Íhaldsöflin vilja nú brjóta odd af oflæti sínu Brynjar, sem fær mikil og jákvæð viðbrögð við þessari hvatningu sinni til Haralds, að hann fari nú ekki að heiman, segir að á þing þurfi að vera fleiri sem hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafi notið trausts til ýmissa mikilvægra trúnaðarstarfa. „Nóg er af þingmönnum sem varla hafa verið þátttakendur í atvinnulífinu og aldrei séð VASK skýrslu hvað þá fyllt slíka skýrslu út. Ég veit að Soffía frænka vill að Haraldur haldi áfram í stjórnmálum og ég veit líka að hann vill ekki fá hana í heimsókn á Vestri-Reyni með sópinn.“ Meta má það svo að íhaldssöm öfl hafi orðið undir í Sjálfstæðisflokknum og óttast ýmsir að þau muni leita til Miðflokksins. Þannig hlýtur það að vera léttir fyrir flokksforystuna ef sá hópur ætlar að brjóta odd af oflæti sínu og fara ekki í fússi. Þá má einnig túlka niðurstöður prófkjöranna þannig að um flokkinn hafi farið einskonar kvenfrelsisbylgja en konur innan flokksins brugðust einmitt mjög hart við ummælum Haralds um að hann myndi hætta ef hann væri ekki oddviti og túlkuðu það sem hótun. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Haraldur Benediktsson sagði í prófkjörsbaráttu að ef hann myndi ekki hreppa oddvitasætið myndi hann segja þetta gott. Sú varð reyndin, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði hann næsta léttilega í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. En í kjölfarið komu vöflur á Harald, að hann hafi nú kannski ekki sagt þetta og nú vill Brynjar leggja sitt af mörkum til að losa hann úr klípunni. Mikill fögnuður braust út á síðu Brynjars í gær þegar fyrir lá að hann ætlaði sér að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og í gamansamri Facebook-færslu sem Brynjar birti nú í morgun segir Brynjar að Haraldur sé undir feldi, líkt og hann sjálfur var, en það sé minkafeldur í tilfelli Haralds. Kraftmikill dugnaðarforkur „Þótt ég skilji mjög vel afstöðu Haraldar vil ég hvetja hann til þess að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi,“ segir Brynjar og tekur svo til við að tíunda kosti Haralds. Þeir hafi nú starfað saman á þingi í átta ár og fullyrða megi að hann sé einhver öflugasti þingmaður þjóðarinnar. „Þótt hann sé miðaldra karl og bóndi að auki. Hann er kraftmikill dugnaðarforkur sem hefur leitt mörg að mestu framfararmálum síðustu ára, ekki bara í eigin kjördæmi heldur um landið allt. Vandamálið með Harald er að hann er full hógvær og tranar sér ekki nægilega fram.“ Og þá telur Brynjar vert taka af öll tvímæli um að Haraldur sé leiðindaskarfur, því það er hann ekki. „Þótt Haraldur sé nú um stundir formaður fýlupúkafélagsins er hann bráðskemmtilegur maður og fyndinn á sinn lúmska hátt. Það er engin hætta á að hann drepi mann úr leiðindum.“ Íhaldsöflin vilja nú brjóta odd af oflæti sínu Brynjar, sem fær mikil og jákvæð viðbrögð við þessari hvatningu sinni til Haralds, að hann fari nú ekki að heiman, segir að á þing þurfi að vera fleiri sem hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafi notið trausts til ýmissa mikilvægra trúnaðarstarfa. „Nóg er af þingmönnum sem varla hafa verið þátttakendur í atvinnulífinu og aldrei séð VASK skýrslu hvað þá fyllt slíka skýrslu út. Ég veit að Soffía frænka vill að Haraldur haldi áfram í stjórnmálum og ég veit líka að hann vill ekki fá hana í heimsókn á Vestri-Reyni með sópinn.“ Meta má það svo að íhaldssöm öfl hafi orðið undir í Sjálfstæðisflokknum og óttast ýmsir að þau muni leita til Miðflokksins. Þannig hlýtur það að vera léttir fyrir flokksforystuna ef sá hópur ætlar að brjóta odd af oflæti sínu og fara ekki í fússi. Þá má einnig túlka niðurstöður prófkjöranna þannig að um flokkinn hafi farið einskonar kvenfrelsisbylgja en konur innan flokksins brugðust einmitt mjög hart við ummælum Haralds um að hann myndi hætta ef hann væri ekki oddviti og túlkuðu það sem hótun.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00
Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40