Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 23:37 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira