Sjáðu umdeilt sigurmark KA-manna sem Stjörnumenn voru æfir yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 14:25 Eins og sjá má var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann til Elfars Árna Aðalsteinssonar. stöð 2 sport Stjörnumenn voru afar ósáttir með að sigurmark KA-manna í leik liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær hafi fengið að standa. Í uppbótartíma skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark KA eftir sendingu frá Sveini Margeiri Haukssyni. Stjörnumenn voru langt frá því að vera sáttir enda var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars Árna. „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana.“ Stjarnan komst yfir á 55. mínútu með marki Emils Atlasonar og það virtist ætla að skila Garðbæingum í sextán liða úrslitin. KA-menn gáfust þó ekki upp og á 85. mínútu jafnaði belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels. Elfar Árni tryggði KA svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður sagði. Þetta var annað sigurmark hans gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni 24. maí. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Stjörnunnar og KA í gær. Klippa: Stjarnan 1-2 KA Síðustu fjórir leikir 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld. Þá mætast Víkingur R. og Sindri, Kári og KR, Fylkir og Úlfarnir og Valur og Leiknir R. Leikur Vals og Leiknis R. hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21:15 verður svo farið yfir alla leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport 4. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Í uppbótartíma skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark KA eftir sendingu frá Sveini Margeiri Haukssyni. Stjörnumenn voru langt frá því að vera sáttir enda var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars Árna. „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana.“ Stjarnan komst yfir á 55. mínútu með marki Emils Atlasonar og það virtist ætla að skila Garðbæingum í sextán liða úrslitin. KA-menn gáfust þó ekki upp og á 85. mínútu jafnaði belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels. Elfar Árni tryggði KA svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður sagði. Þetta var annað sigurmark hans gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni 24. maí. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Stjörnunnar og KA í gær. Klippa: Stjarnan 1-2 KA Síðustu fjórir leikir 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld. Þá mætast Víkingur R. og Sindri, Kári og KR, Fylkir og Úlfarnir og Valur og Leiknir R. Leikur Vals og Leiknis R. hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21:15 verður svo farið yfir alla leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport 4. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03