Réttindi kvenna og kynfæri þeirra Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. júní 2021 10:31 Íslenskar konur eiga mun betra skilið á nú þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum. Hálfu ári frá því að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti er ekki hægt að segja annað en að flutningur á skimun fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslunnar sé eitt allsherjarklúður. Mikið hefur verið rætt um þetta mál opinberlega en ekki sér enn þá til úrbóta í þessum efnum og enginn axlar ábyrgð. Á meðan bíða konur í óvissu og við læknar sem sinnum þessari þjónustu einnig. Fyrst er til að nefna að sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar tóku um helming sýna á meðan Leitarstöðin starfaði og gekk það samstarf vel. Nú þegar ég persónulega fæ boðun um að mæta í skoðun er ekkert minnst á að ég geti áfram fengið þá þjónustu hjá mínum lækni heldur er vísað á heilsugæslustöð til sýnatöku. En þið konur megið vita að þið eruð velkomnar til kvensjúkdómalækna og við tökum gjarnan sýni um leið og við sinnum öðrum læknisverkum. En spurning til yfirvalda er sú; stenst það jafnræðisreglu að niðurgreiða slíka þjónustu á einum stað en ekki öðrum? Sýnin fara svo í flug erlendis en þurfa samt ekki að sýna fram á bólusetningarvottorð. En við þá flutninga þarf að breyta kennitölum og sú tilfærsla öll bíður upp á mistök og rugling. Tæki eru til hér á landi til að mæla HPV veiruna og þekking á að skoða frumustrok hér heima má ekki glatast. Landspítalinn hefur sagst geta tekið þetta að sér og það er bara þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við Dani sem sinna þessu núna. Við Íslendingar höfum í áratugi sinnt læknisverkum með góðum árangri þó fá séum og höfum talið það kost að halda kunnáttu og færni i landinu. Hvenær svör berast er svo annar óvissuþáttur og ekki allir sýnatökuaðilar sem sitja við sama borð þar. Við læknar fáum svörin á Excel skjali sem við getum bara skoðað einu sinni og þá látið okkar skjólstæðinga vita um hver næstu skref eru. Konur eiga svo að seint um síðir að sjá niðurstöður sínar inn á island.is. Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum töfum á svörum og viðurkennt illa undirbúinn flutning verkefnisins til heilsugæslunnar. En það er bara ekki nóg. Íslenskar konur eiga betra skilið en að karllæg kerfissjónarmið séu látin ganga fyrir heilsu kvenna. Það þarf ekki að byrja að þarfagreina verkefnið löngu eftir að það er byrjað. Við viljum að sýnin séu skoðuð hérlendis og samningnum við Dani sagt upp. Við viljum að konum landins sé sagt satt um það hvert þær geti mætt í skoðun og kostnaðurinn fyrir þær sé sá sami. Við viljum að svörin berist hratt og skilvirkt til kvenna. Við viljum að leitarsaga kvenna sé skýr og aðgengileg. Við viljum að þeir sem sinni þessari þjónustu og hafa eftirlit með henni séu ekki beggja vegna borðsins. Við viljum að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri axli ábyrgð. Það er ekkert mál að leysa þetta mál sem fyrst og ætti að vera á forgangslista hjá þeim konum sem gegna starfi landlæknis, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. En þá þurfa ráðandi konur að þora. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Skimun fyrir krabbameini Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Íslenskar konur eiga mun betra skilið á nú þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum. Hálfu ári frá því að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti er ekki hægt að segja annað en að flutningur á skimun fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslunnar sé eitt allsherjarklúður. Mikið hefur verið rætt um þetta mál opinberlega en ekki sér enn þá til úrbóta í þessum efnum og enginn axlar ábyrgð. Á meðan bíða konur í óvissu og við læknar sem sinnum þessari þjónustu einnig. Fyrst er til að nefna að sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar tóku um helming sýna á meðan Leitarstöðin starfaði og gekk það samstarf vel. Nú þegar ég persónulega fæ boðun um að mæta í skoðun er ekkert minnst á að ég geti áfram fengið þá þjónustu hjá mínum lækni heldur er vísað á heilsugæslustöð til sýnatöku. En þið konur megið vita að þið eruð velkomnar til kvensjúkdómalækna og við tökum gjarnan sýni um leið og við sinnum öðrum læknisverkum. En spurning til yfirvalda er sú; stenst það jafnræðisreglu að niðurgreiða slíka þjónustu á einum stað en ekki öðrum? Sýnin fara svo í flug erlendis en þurfa samt ekki að sýna fram á bólusetningarvottorð. En við þá flutninga þarf að breyta kennitölum og sú tilfærsla öll bíður upp á mistök og rugling. Tæki eru til hér á landi til að mæla HPV veiruna og þekking á að skoða frumustrok hér heima má ekki glatast. Landspítalinn hefur sagst geta tekið þetta að sér og það er bara þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við Dani sem sinna þessu núna. Við Íslendingar höfum í áratugi sinnt læknisverkum með góðum árangri þó fá séum og höfum talið það kost að halda kunnáttu og færni i landinu. Hvenær svör berast er svo annar óvissuþáttur og ekki allir sýnatökuaðilar sem sitja við sama borð þar. Við læknar fáum svörin á Excel skjali sem við getum bara skoðað einu sinni og þá látið okkar skjólstæðinga vita um hver næstu skref eru. Konur eiga svo að seint um síðir að sjá niðurstöður sínar inn á island.is. Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum töfum á svörum og viðurkennt illa undirbúinn flutning verkefnisins til heilsugæslunnar. En það er bara ekki nóg. Íslenskar konur eiga betra skilið en að karllæg kerfissjónarmið séu látin ganga fyrir heilsu kvenna. Það þarf ekki að byrja að þarfagreina verkefnið löngu eftir að það er byrjað. Við viljum að sýnin séu skoðuð hérlendis og samningnum við Dani sagt upp. Við viljum að konum landins sé sagt satt um það hvert þær geti mætt í skoðun og kostnaðurinn fyrir þær sé sá sami. Við viljum að svörin berist hratt og skilvirkt til kvenna. Við viljum að leitarsaga kvenna sé skýr og aðgengileg. Við viljum að þeir sem sinni þessari þjónustu og hafa eftirlit með henni séu ekki beggja vegna borðsins. Við viljum að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri axli ábyrgð. Það er ekkert mál að leysa þetta mál sem fyrst og ætti að vera á forgangslista hjá þeim konum sem gegna starfi landlæknis, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. En þá þurfa ráðandi konur að þora. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun