Samningslausir sjómenn og viljalausir útgerðarmenn Guðmundur Helgi Þórarinsson, Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson skrifa 23. júní 2021 10:01 Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun