Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 07:20 Í apríl síðastliðnum var Ivermectin dreift ókeypis til íbúa í bæ á Filippseyjum. epa/Rolex Dela Pena Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. Um er að ræða þátt í svokallaðri Principle-rannsókn en niðurstöðurnar verða bornar saman við útkomu sjúklingahóps sem fær hefðbunda meðferð innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Ivermectin hefur löngum verið notað gegn ýmsum sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ýmsir aðrir aðilar hafa mælt gegn notkun lyfsins, á meðan einstaka læknar segja það hafa gefið góða raun. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sögur af virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur notkun lyfsins gegn sjúkdómnum ekki verið könnuð í stórum rannsóknum. Ósamræmið milli vænlegra niðurstaða í afmörkuðum athugunum og tilmæla opinberra yfirvalda um að nota lyfið ekki hefur orðið til þess að samsæriskenningar blómstra á netinu um að verið sé að halda upplýsingum um lækningu við Covid-19 frá almenningi. Filippeyski þingmaðurinn Mike Defensor talar fyrir notkun Ivermectin.epa/Rolex Dela Pena Ýmis önnur lyf hafa gefið von um árangursríka meðferð gegn Covid-19 en ekki staðist skoðun við nánari athugun. Eitt þeirra er sýklalyfið Azithromycin, sem einnig var tekið fyrir í Principle-rannsókninni. Þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur því verið ávísað gegn sjúkdómnum í ríkjum í Afríku og Suður-Ameríku. Þá virðist uppáskriftum hafa fjölgað í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir við Oxford-háskóla segjast hafa valið að rannsaka lyfið vegna þess að það sé fáanlegt víða um heim og tiltölulega öruggt. Hingað til hafa aðeins tvö lyf sem hafa verið til skoðunar í Principle-rannsókninni og systurverkefninu Recovery reynst áhrifarík gegn Covid-19; steralyfin budesonide og dexamethasone. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Lyf Vísindi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Um er að ræða þátt í svokallaðri Principle-rannsókn en niðurstöðurnar verða bornar saman við útkomu sjúklingahóps sem fær hefðbunda meðferð innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Ivermectin hefur löngum verið notað gegn ýmsum sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ýmsir aðrir aðilar hafa mælt gegn notkun lyfsins, á meðan einstaka læknar segja það hafa gefið góða raun. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sögur af virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur notkun lyfsins gegn sjúkdómnum ekki verið könnuð í stórum rannsóknum. Ósamræmið milli vænlegra niðurstaða í afmörkuðum athugunum og tilmæla opinberra yfirvalda um að nota lyfið ekki hefur orðið til þess að samsæriskenningar blómstra á netinu um að verið sé að halda upplýsingum um lækningu við Covid-19 frá almenningi. Filippeyski þingmaðurinn Mike Defensor talar fyrir notkun Ivermectin.epa/Rolex Dela Pena Ýmis önnur lyf hafa gefið von um árangursríka meðferð gegn Covid-19 en ekki staðist skoðun við nánari athugun. Eitt þeirra er sýklalyfið Azithromycin, sem einnig var tekið fyrir í Principle-rannsókninni. Þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur því verið ávísað gegn sjúkdómnum í ríkjum í Afríku og Suður-Ameríku. Þá virðist uppáskriftum hafa fjölgað í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir við Oxford-háskóla segjast hafa valið að rannsaka lyfið vegna þess að það sé fáanlegt víða um heim og tiltölulega öruggt. Hingað til hafa aðeins tvö lyf sem hafa verið til skoðunar í Principle-rannsókninni og systurverkefninu Recovery reynst áhrifarík gegn Covid-19; steralyfin budesonide og dexamethasone.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Lyf Vísindi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira