Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 07:20 Í apríl síðastliðnum var Ivermectin dreift ókeypis til íbúa í bæ á Filippseyjum. epa/Rolex Dela Pena Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. Um er að ræða þátt í svokallaðri Principle-rannsókn en niðurstöðurnar verða bornar saman við útkomu sjúklingahóps sem fær hefðbunda meðferð innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Ivermectin hefur löngum verið notað gegn ýmsum sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ýmsir aðrir aðilar hafa mælt gegn notkun lyfsins, á meðan einstaka læknar segja það hafa gefið góða raun. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sögur af virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur notkun lyfsins gegn sjúkdómnum ekki verið könnuð í stórum rannsóknum. Ósamræmið milli vænlegra niðurstaða í afmörkuðum athugunum og tilmæla opinberra yfirvalda um að nota lyfið ekki hefur orðið til þess að samsæriskenningar blómstra á netinu um að verið sé að halda upplýsingum um lækningu við Covid-19 frá almenningi. Filippeyski þingmaðurinn Mike Defensor talar fyrir notkun Ivermectin.epa/Rolex Dela Pena Ýmis önnur lyf hafa gefið von um árangursríka meðferð gegn Covid-19 en ekki staðist skoðun við nánari athugun. Eitt þeirra er sýklalyfið Azithromycin, sem einnig var tekið fyrir í Principle-rannsókninni. Þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur því verið ávísað gegn sjúkdómnum í ríkjum í Afríku og Suður-Ameríku. Þá virðist uppáskriftum hafa fjölgað í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir við Oxford-háskóla segjast hafa valið að rannsaka lyfið vegna þess að það sé fáanlegt víða um heim og tiltölulega öruggt. Hingað til hafa aðeins tvö lyf sem hafa verið til skoðunar í Principle-rannsókninni og systurverkefninu Recovery reynst áhrifarík gegn Covid-19; steralyfin budesonide og dexamethasone. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Lyf Vísindi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Um er að ræða þátt í svokallaðri Principle-rannsókn en niðurstöðurnar verða bornar saman við útkomu sjúklingahóps sem fær hefðbunda meðferð innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Ivermectin hefur löngum verið notað gegn ýmsum sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ýmsir aðrir aðilar hafa mælt gegn notkun lyfsins, á meðan einstaka læknar segja það hafa gefið góða raun. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sögur af virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur notkun lyfsins gegn sjúkdómnum ekki verið könnuð í stórum rannsóknum. Ósamræmið milli vænlegra niðurstaða í afmörkuðum athugunum og tilmæla opinberra yfirvalda um að nota lyfið ekki hefur orðið til þess að samsæriskenningar blómstra á netinu um að verið sé að halda upplýsingum um lækningu við Covid-19 frá almenningi. Filippeyski þingmaðurinn Mike Defensor talar fyrir notkun Ivermectin.epa/Rolex Dela Pena Ýmis önnur lyf hafa gefið von um árangursríka meðferð gegn Covid-19 en ekki staðist skoðun við nánari athugun. Eitt þeirra er sýklalyfið Azithromycin, sem einnig var tekið fyrir í Principle-rannsókninni. Þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur því verið ávísað gegn sjúkdómnum í ríkjum í Afríku og Suður-Ameríku. Þá virðist uppáskriftum hafa fjölgað í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir við Oxford-háskóla segjast hafa valið að rannsaka lyfið vegna þess að það sé fáanlegt víða um heim og tiltölulega öruggt. Hingað til hafa aðeins tvö lyf sem hafa verið til skoðunar í Principle-rannsókninni og systurverkefninu Recovery reynst áhrifarík gegn Covid-19; steralyfin budesonide og dexamethasone.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Lyf Vísindi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira