Uppsagnarfresturinn er níu mánaða langur og á Schram síðan rétt á launum í fimmtán mánuði til viðbótar eftir hann. Norwegian bað hann um að falla frá kröfu um svo miklar launagreiðslur.
Hann gerði félaginu þá gagntilboð um að hann hætti störfum sínum strax og fengi aðeins greidd laun í átján mánuði, eða eitt og hálft ár, í stað þeirra tveggja ára sem hann á rétt á.
Samkvæmt frétt norska miðilsins Dagens Næringsliv gat stjórn Norwegian ekki fallist á kröfur Schrams og verður hann því að vinna sem forstjóri flugfélagsins næstu níu mánuði.