Seðlabanki braut ekki persónuverndarlög í máli Þorsteins Más Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 15:43 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði ekki betur gegn Seðlabanka Íslands hjá Persónuvernd. Vísir/Vilhelm Seðlabanka Íslands bar ekki skylda til að eyða upplýsingum, sem bankinn lagði hald á við húsleit hjá Samherja, og hafði bankinn lagalega skyldu til að afhenda héraðssaksóknara upplýsingarnar. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Um er að ræða gögn og upplýsingar sem Seðlabanki aflaði með húsleit árið 2012. Voru þar meðal annars rafræn gögn, svo sem tölvupóstar Þorsteins Más, upplýsingar um fjármál hans og fleira. Þorsteinn var boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vegna Samherjaskjalanna, svokölluðu, þar sem gögnin voru borin undir hann. Skattrannsóknarstjóri hafði fengið gögnin afhent af héraðssaksóknara, en honum bárust gögnin frá Seðlabankanum. Fram kemur í úrskurðinum að Þorsteinn hafi talið afhendingu þessara gagna brot á persónuverndarlögum og að Seðlabanka hafi borið skylda til að eyða gögnunum eftir að rannsókn bankans á Þorsteini Má og Samherja hafi lokið. Þorsteinn krafðist þess jafnframt að Persónuvernd færi í upplýsinga- og gagnaöflun um það hvaða skilyrði eða forsendur hafi verið hjá héraðsdómi, sem heimilaði leitina, fyrir húsleit hjá Samherja og hvort þær forsendur hafi verið brotnar. Þá væri nauðsynlegt að kanna nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. Óljóst væri af svörum Seðlabanka hvaða gögn væru enn í vörslu bankans. Máli Seðlabanka, Samherja og Þorsteins Más lauk þegar Hæstiréttur felldi úr gildi 15 milljóna króna sekt á hendur Samherja og Þorsteini fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Bankanum var í kjölfarið gert að greiða Þorsteini Má 2,5 milljónir króna í miskabætur. Í svari Seðlabankans við umkvörtunum Þorsteins segir að gögnin um hann og Samherja hafi verið í læstum geymslum og að aðeins örfáir starfsmenn bankans hafi haft aðgang að þeim. Þá hafi varðveisla gagnanna byggst á lögum og að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem beri að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín. Bankanum hafi jafnframt borið skylda til að afhenda héraðssaksóknara gögnin. „Afhending gagnanna hafi að mati Seðlabankans verið allt í senn lögmæt, skýr og gerð í málefnalegum tilgangi enda hafi það verið mat embættis héraðssaksóknara að gögnin gætu haft sönnunargildi við yfirstandandi rannsókn á málefnum [Samherja],“ segir í úrskurðinum. Samherji og Seðlabankinn Persónuvernd Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sjá meira
Um er að ræða gögn og upplýsingar sem Seðlabanki aflaði með húsleit árið 2012. Voru þar meðal annars rafræn gögn, svo sem tölvupóstar Þorsteins Más, upplýsingar um fjármál hans og fleira. Þorsteinn var boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vegna Samherjaskjalanna, svokölluðu, þar sem gögnin voru borin undir hann. Skattrannsóknarstjóri hafði fengið gögnin afhent af héraðssaksóknara, en honum bárust gögnin frá Seðlabankanum. Fram kemur í úrskurðinum að Þorsteinn hafi talið afhendingu þessara gagna brot á persónuverndarlögum og að Seðlabanka hafi borið skylda til að eyða gögnunum eftir að rannsókn bankans á Þorsteini Má og Samherja hafi lokið. Þorsteinn krafðist þess jafnframt að Persónuvernd færi í upplýsinga- og gagnaöflun um það hvaða skilyrði eða forsendur hafi verið hjá héraðsdómi, sem heimilaði leitina, fyrir húsleit hjá Samherja og hvort þær forsendur hafi verið brotnar. Þá væri nauðsynlegt að kanna nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. Óljóst væri af svörum Seðlabanka hvaða gögn væru enn í vörslu bankans. Máli Seðlabanka, Samherja og Þorsteins Más lauk þegar Hæstiréttur felldi úr gildi 15 milljóna króna sekt á hendur Samherja og Þorsteini fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Bankanum var í kjölfarið gert að greiða Þorsteini Má 2,5 milljónir króna í miskabætur. Í svari Seðlabankans við umkvörtunum Þorsteins segir að gögnin um hann og Samherja hafi verið í læstum geymslum og að aðeins örfáir starfsmenn bankans hafi haft aðgang að þeim. Þá hafi varðveisla gagnanna byggst á lögum og að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem beri að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín. Bankanum hafi jafnframt borið skylda til að afhenda héraðssaksóknara gögnin. „Afhending gagnanna hafi að mati Seðlabankans verið allt í senn lögmæt, skýr og gerð í málefnalegum tilgangi enda hafi það verið mat embættis héraðssaksóknara að gögnin gætu haft sönnunargildi við yfirstandandi rannsókn á málefnum [Samherja],“ segir í úrskurðinum.
Samherji og Seðlabankinn Persónuvernd Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sjá meira
Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39
Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27