Krefjast 12 milljóna króna af Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 12:57 Einar Tómasson og Margrét Þ. E. Einarsdóttir krefjast samtals 12 milljóna króna í miskabætur frá Seltjarnarnesbæ. Vísir/Vilhelm Hin nítján ára gamla Margrét Þ. E. Einarsdóttir og faðir hennar Einar Björn Tómasson hafa stefnt Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar bæjarfélagsins í máli Margrétar. Margrét krefst þess að Seltjarnarnesbær greiði henni níu milljónir króna í miskabætur og Einar krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Fjallað var um mál Margrétar í fréttaskýringaþættinum Kompás veturinn 2019. Margrét hafði frá tveggja ára aldri verið í forsjá móður sinnar, eftir að foreldrar hennar slitu samvistum, allt þar til í lok árs 2018 þegar hún var vistuð utan heimilisins hjá föður sínum. Fram kemur í stefnunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að uppeldisaðstæður á heimili móður Margrétar hafi verið óviðunandi og hafi Margrét orðið þar fyrir miklu ofbeldi. Alls bárust barnavernd Seltjarnarness átta tilkynningar vegna Margrétar. Móðir Margrétar hefur glímt við alvarlegan geðrænan vanda um árabil. Barnavernd aðhafðist lítið sem ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilkynningar. „Ljóst er að verulega skorti á að framkvæmd vistunar stefnanda Margrétar væri í samræmi við ákvæði barnaverndaralaga […]. Ljóst er að ítrekað var þörf á að stefnandi væri vistuð formlega utan heimilis, sbr. t.d. þau skipti sem móðir var sjálfræðissvipt og dvaldi á geðdeild,“ skrifar Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, í stefnunni. Eftir að lögmaður Margrétar óskaði eftir upplýsingum um mál hennar hjá fjölskyldusviði sendi lögmaður hennar Seltjarnarnesbæ bréf í lok maí 2019. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við störf Seltjarnarness í málinu og þess óskað að bærinn tæki afstöðu til bótaskyldu. Sú beiðni var áréttuð í júlí 2019 og var á svipuðum tíma lögð fram kvörtun til Barnaverndarstofu vegna starfa barnaverndar í máli Margrétar. Seltjarnarnesbær sagðist munu taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða Barnaverndarstofu lægi fyrir. Málsmeðferð Barnaverndarstofu dróst umfram hefðbundinn 12 mánaða úrvinnslutíma og sendar voru þrjár ítrekanir vegna þessa til stofnunarinnar. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Barnaverndarstofa lauk athugun sinni í málinu. Niðurstaðan var sú að vanræksla Seltjarnarnesbæjar og afleiðingar hennar hafi verið alvarleg. Var í kjölfarið óskað eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til bótaskyldu sem bærinn gerði ekki. Kompás Seltjarnarnes Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Fjallað var um mál Margrétar í fréttaskýringaþættinum Kompás veturinn 2019. Margrét hafði frá tveggja ára aldri verið í forsjá móður sinnar, eftir að foreldrar hennar slitu samvistum, allt þar til í lok árs 2018 þegar hún var vistuð utan heimilisins hjá föður sínum. Fram kemur í stefnunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að uppeldisaðstæður á heimili móður Margrétar hafi verið óviðunandi og hafi Margrét orðið þar fyrir miklu ofbeldi. Alls bárust barnavernd Seltjarnarness átta tilkynningar vegna Margrétar. Móðir Margrétar hefur glímt við alvarlegan geðrænan vanda um árabil. Barnavernd aðhafðist lítið sem ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilkynningar. „Ljóst er að verulega skorti á að framkvæmd vistunar stefnanda Margrétar væri í samræmi við ákvæði barnaverndaralaga […]. Ljóst er að ítrekað var þörf á að stefnandi væri vistuð formlega utan heimilis, sbr. t.d. þau skipti sem móðir var sjálfræðissvipt og dvaldi á geðdeild,“ skrifar Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, í stefnunni. Eftir að lögmaður Margrétar óskaði eftir upplýsingum um mál hennar hjá fjölskyldusviði sendi lögmaður hennar Seltjarnarnesbæ bréf í lok maí 2019. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við störf Seltjarnarness í málinu og þess óskað að bærinn tæki afstöðu til bótaskyldu. Sú beiðni var áréttuð í júlí 2019 og var á svipuðum tíma lögð fram kvörtun til Barnaverndarstofu vegna starfa barnaverndar í máli Margrétar. Seltjarnarnesbær sagðist munu taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða Barnaverndarstofu lægi fyrir. Málsmeðferð Barnaverndarstofu dróst umfram hefðbundinn 12 mánaða úrvinnslutíma og sendar voru þrjár ítrekanir vegna þessa til stofnunarinnar. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Barnaverndarstofa lauk athugun sinni í málinu. Niðurstaðan var sú að vanræksla Seltjarnarnesbæjar og afleiðingar hennar hafi verið alvarleg. Var í kjölfarið óskað eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til bótaskyldu sem bærinn gerði ekki.
Kompás Seltjarnarnes Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30