Alfreð: Boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2021 22:40 Alfreð var ósáttur við leik liðs síns í kvöld. Vísir/Bára Alfreð Elías Jóhannsson var eðlilega ósáttur við 4-0 tap Selfyssinga geg Breiðablik á heimavelli í kvöld. Alfreð segir að Blikastúlkur hafi gert vel í að refsa Selfyssingum fyrir sín mistök. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað 4-0,“ sagði Alfreð í leikslok. „En það er staðreynd og við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ „Við gerum tvö mistök í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Annað markið kom úr innkasti og þær skora af 20 metrum. En þetta er það sem alvöru lið gera, þau refsa.“ Breiðablik stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfyssingar fóru að skapa sér nokkur færi. „Við vorum kannski aðeins of fyrirsjáanlegar í sóknarleiknum. Við þurfum aðeins að poppa það upp. En ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við fengum nokkra sénsa og lágum svolítið á þeim. En það gekk ekki alveg í þetta skiptið.“ Selfyssingar byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Síðan þá hafa þær hinsvegar tapað tveim og gert eitt jafntefli. „Það sem við þurfum að gera núna er bara að halda áfram að æfa vel. Það er kraftur í þessum stelpum, en aftur á móti er þetta ekki búið að ganga vel í seinustu þrem leikjum og lítil uppskera. En boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður og nú þarf bara að standa saman og halda áfram.“ Leikurinn í kvöld var færður af grasvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið á seinustu stundu þar sem að dómarum leiksins fannst línurnar á grasvellinum ekki nógu sýnilegar. Alfreð segir þó að það hafi ekki haft áhrif á hópinn, og hrósaði dómurunum fyrir vel unnin störf í kvöld. „Nei, það hafði engin áhrif. Dómaratríóið stóð sig bara mjög vel í þessum leik og þetta var eiginlega bara það langbesta sem ég hef fengið í sumar og ekkert út á það að setja. Línurnar sáust bara ekki á vellinum þarna hinumegin og við erum með nýtt og gott gervigras hérna þannig það var upplagt að nota það.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
„Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað 4-0,“ sagði Alfreð í leikslok. „En það er staðreynd og við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ „Við gerum tvö mistök í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Annað markið kom úr innkasti og þær skora af 20 metrum. En þetta er það sem alvöru lið gera, þau refsa.“ Breiðablik stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfyssingar fóru að skapa sér nokkur færi. „Við vorum kannski aðeins of fyrirsjáanlegar í sóknarleiknum. Við þurfum aðeins að poppa það upp. En ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við fengum nokkra sénsa og lágum svolítið á þeim. En það gekk ekki alveg í þetta skiptið.“ Selfyssingar byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Síðan þá hafa þær hinsvegar tapað tveim og gert eitt jafntefli. „Það sem við þurfum að gera núna er bara að halda áfram að æfa vel. Það er kraftur í þessum stelpum, en aftur á móti er þetta ekki búið að ganga vel í seinustu þrem leikjum og lítil uppskera. En boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður og nú þarf bara að standa saman og halda áfram.“ Leikurinn í kvöld var færður af grasvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið á seinustu stundu þar sem að dómarum leiksins fannst línurnar á grasvellinum ekki nógu sýnilegar. Alfreð segir þó að það hafi ekki haft áhrif á hópinn, og hrósaði dómurunum fyrir vel unnin störf í kvöld. „Nei, það hafði engin áhrif. Dómaratríóið stóð sig bara mjög vel í þessum leik og þetta var eiginlega bara það langbesta sem ég hef fengið í sumar og ekkert út á það að setja. Línurnar sáust bara ekki á vellinum þarna hinumegin og við erum með nýtt og gott gervigras hérna þannig það var upplagt að nota það.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira