Faxaflóahafnir búast við 92 skemmtiferðaskipum Árni Sæberg skrifar 21. júní 2021 20:05 Ólíklegt er að staða svipuð þessari verði við Faxaflóahafnir í sumar. VÍSIR Samkvæmt nýjustu áætlunum Faxaflóahafna er von á 92 skemmtiferðaskipum með 60 þúsund farþega um borð, það sem eftir lifir ári. Í byrjun árs voru 198 skemmtiferðaskipakomur til Faxaflóahafna með um 217 þúsund farþega. Skipakomur byggja enn á væntingum farþegaskipanna og getur enn margt breyst fram að hausti. Til að mynda komu einungis sjö skemmtiferðaskip í fyrra þrátt fyrir mikinn fjölda bókanna. Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu fimmtudaginn 24. júní, en það er Viking Sky sem kemur og hefur viðdvöl til 27. júní í höfuðborginni. Skipið getur tekið 930 farþega en í fyrstu ferðinni eru bókaðir í kring um 400 farþegar. Þegar líða tekur á sumarið, þá mun bókuðum farþegum fjölga í skipinu. Viking Sky siglir án farþega til landsins. Farþegarnir munu koma bólusettir til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll. Farþegum er skylt að fylgja eftir þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi. Farið verður að öllu leiti eftir fyrirmælum frá Landlækni og Almannavörnum, engar undantekningar eru gerðar. Stærstu skipin eru ekki væntanleg til landsins Í júlí mánuði fer skipaumferð farþegaskipa að aukast jafnt og þétt, ef allt gengur eftir. Í ár verður mest um lítil og meðalstór skip. Hverfandi líkur er á því að stór skemmtiferðaskip komi til landsins. Það eru enn bókaðar nokkrar þannig skipakomur, en byggt á reynslu fyrra árs þá munu stóru skipin að öllum líkindum afbóka eftir því sem nær dregur. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Bókunarstaða hjá Faxaflóahöfnum fyrir árið 2022 er mjög góð og lítur út fyrir að það ár verði metár hvaða varðar skipakomur og farþegafjölda ef allt gengur eftir. Á morgun þriðjudag, 22. júní, verður upplýsingafundur með hagsmunaaðilum sem koma að skemmtiferðaskipum hér á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Faxaflóahafna kl. 13:00. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld og rætt við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Skipakomur byggja enn á væntingum farþegaskipanna og getur enn margt breyst fram að hausti. Til að mynda komu einungis sjö skemmtiferðaskip í fyrra þrátt fyrir mikinn fjölda bókanna. Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu fimmtudaginn 24. júní, en það er Viking Sky sem kemur og hefur viðdvöl til 27. júní í höfuðborginni. Skipið getur tekið 930 farþega en í fyrstu ferðinni eru bókaðir í kring um 400 farþegar. Þegar líða tekur á sumarið, þá mun bókuðum farþegum fjölga í skipinu. Viking Sky siglir án farþega til landsins. Farþegarnir munu koma bólusettir til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll. Farþegum er skylt að fylgja eftir þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi. Farið verður að öllu leiti eftir fyrirmælum frá Landlækni og Almannavörnum, engar undantekningar eru gerðar. Stærstu skipin eru ekki væntanleg til landsins Í júlí mánuði fer skipaumferð farþegaskipa að aukast jafnt og þétt, ef allt gengur eftir. Í ár verður mest um lítil og meðalstór skip. Hverfandi líkur er á því að stór skemmtiferðaskip komi til landsins. Það eru enn bókaðar nokkrar þannig skipakomur, en byggt á reynslu fyrra árs þá munu stóru skipin að öllum líkindum afbóka eftir því sem nær dregur. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Bókunarstaða hjá Faxaflóahöfnum fyrir árið 2022 er mjög góð og lítur út fyrir að það ár verði metár hvaða varðar skipakomur og farþegafjölda ef allt gengur eftir. Á morgun þriðjudag, 22. júní, verður upplýsingafundur með hagsmunaaðilum sem koma að skemmtiferðaskipum hér á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Faxaflóahafna kl. 13:00. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld og rætt við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira