Glærir ruslapokar í Sorpu ódýrari fyrir samfélagið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 14:31 Glærir pokar eru framtíðin hjá Sorpu. Sorpa Frá og með 1. júlí næstkomandi munu endurvinnslustöðvar Sorpu hætta að taka við svörtum ruslapokum. Það er gert til að stuðla að aukinni endurvinnslu, endurnotum og til að styðja enn frekar við hringrásarhagkerfið. Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar. Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar.
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17