Sagt upp 64 ára eftir 20 ár í starfi Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 18:35 Einkaaðilar tóku nýlega við rekstri hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Akureyrarbær Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu. Reksturinn var einkavæddur í apríl og nýr rekstraraðili, Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf., tók við. Þar með lét Akureyrarbær af rekstri heimilisins og útvistaði honum til Heilsuverndar. Starfskrafta umræddrar konu er ekki óskað meðan á sex mánaða uppsagnarfrestinum stendur, en hún fær hann allan greiddan. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar, sem undirritaði samninginn við Heilsuvernd um rekstur hjúkrunarheimilisins, sagði í viðtali við N4 í apríl að gera mætti ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn myndi lækka töluvert eftir því sem nýir starfsmenn yrðu ráðnir inn á nýjum samningum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir frá uppsögninni á Facebook-síðu sinni og gagnrýnir um leið ráðstöfun Heilsuverndar. „Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. eru tekin við rekstrinum á Hlíð á Akureyri og tvínóna ekki við hlutina. 64 ára gömul kona sem hefur starfað á hjúkrunarheimilinu í 20 fékk sent þetta bréf. Svei þeim og svei arðvæðingunni! Nú á að losa sig við “dýra” starfsfólkið og ná “hagræðingu”. Starfsfólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitarfélagsins!“ Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, sagði í viðtali við Vísi í maí að ljóst væri að nýir samningar yrðu ólíkir fyrri samningunum, en sagði meininguna ekki þá að breyta þeim eitthvað stórkostlega. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, gagnrýndi orð bæjarstjórans á sínum tíma og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Hjúkrunarheimili Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Reksturinn var einkavæddur í apríl og nýr rekstraraðili, Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf., tók við. Þar með lét Akureyrarbær af rekstri heimilisins og útvistaði honum til Heilsuverndar. Starfskrafta umræddrar konu er ekki óskað meðan á sex mánaða uppsagnarfrestinum stendur, en hún fær hann allan greiddan. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar, sem undirritaði samninginn við Heilsuvernd um rekstur hjúkrunarheimilisins, sagði í viðtali við N4 í apríl að gera mætti ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn myndi lækka töluvert eftir því sem nýir starfsmenn yrðu ráðnir inn á nýjum samningum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir frá uppsögninni á Facebook-síðu sinni og gagnrýnir um leið ráðstöfun Heilsuverndar. „Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. eru tekin við rekstrinum á Hlíð á Akureyri og tvínóna ekki við hlutina. 64 ára gömul kona sem hefur starfað á hjúkrunarheimilinu í 20 fékk sent þetta bréf. Svei þeim og svei arðvæðingunni! Nú á að losa sig við “dýra” starfsfólkið og ná “hagræðingu”. Starfsfólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitarfélagsins!“ Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, sagði í viðtali við Vísi í maí að ljóst væri að nýir samningar yrðu ólíkir fyrri samningunum, en sagði meininguna ekki þá að breyta þeim eitthvað stórkostlega. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, gagnrýndi orð bæjarstjórans á sínum tíma og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar.
Hjúkrunarheimili Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira