Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 15:46 Maðurinn sem lést féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarárdal 8. desember. Vísir/Frikki Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi. Arturas var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist með ofbeldi að hinum manninum á svölum íbúðarinnar. Var honum gefið að sök að hafa í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að maðurinn féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði ríkissaksóknari á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi Arturas. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að karlmaðurinn sem lést hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ríkissaksóknari byggði á í málinu. Arturas hefði byggt á því að félagi hans kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu. Arturas sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að félaginn lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem það gæti skýrt áverkana á iljum hans. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Arturas hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var hann því sýknaður. Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37 Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Arturas var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist með ofbeldi að hinum manninum á svölum íbúðarinnar. Var honum gefið að sök að hafa í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að maðurinn féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði ríkissaksóknari á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi Arturas. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að karlmaðurinn sem lést hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ríkissaksóknari byggði á í málinu. Arturas hefði byggt á því að félagi hans kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu. Arturas sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að félaginn lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem það gæti skýrt áverkana á iljum hans. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Arturas hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37 Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37
Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30