Borgarbyggð er sýkn af 60 milljóna króna kröfu brottrekins sveitarstjóra Árni Sæberg skrifar 18. júní 2021 13:24 Frá Borgarnesi. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vesturlands kvað í dag upp dóm þess efnis að Borgarbyggð væri sýkn af öllum kröfum Gunnlaugs Auðuns Júlíussonar. Gunnlaugur stefndi Borgarbyggð til greiðslu tæpra sextíu milljóna króna vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Gunnlaugur var sveitarstjóri sveitarfélagsins frá 2016 til 2019, þegar honum var sagt upp störfum. Ástæða uppsagnarinnar var trúnaðarbrestur milli Gunnlaugs og sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Gunnlaugur reisti dómkröfur sínar á því að Borgarbyggð hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti gegn honum með því að segja honum upp störfum þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til þess eða samkvæmt þeim samningum sem um starfssambandið giltu. Ákvörðun Borgarbyggðar um uppsögnina hafi jafnframt verið ógild að stjórnsýslurétti, samkvæmt Gunnlaugi. Héraðsdómur telur að Gunnlaugur hafi ekki sýnt fram á fram á að Borgarbyggð hafi brotið gegn tilgreindum skráðum eða óskráðum reglum stjórnsýsluréttar er ákvörðun um uppsögn hans var tekin. Því var Borgarbyggð sýknuð af öllum kröfum Gunnlaugs. Borgarbyggð krafðist greiðslu málskostnaðar úr hendi Gunnlaugs en hann var látinn niður falla. Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37 Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43 Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Gunnlaugur stefndi Borgarbyggð til greiðslu tæpra sextíu milljóna króna vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Gunnlaugur var sveitarstjóri sveitarfélagsins frá 2016 til 2019, þegar honum var sagt upp störfum. Ástæða uppsagnarinnar var trúnaðarbrestur milli Gunnlaugs og sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Gunnlaugur reisti dómkröfur sínar á því að Borgarbyggð hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti gegn honum með því að segja honum upp störfum þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til þess eða samkvæmt þeim samningum sem um starfssambandið giltu. Ákvörðun Borgarbyggðar um uppsögnina hafi jafnframt verið ógild að stjórnsýslurétti, samkvæmt Gunnlaugi. Héraðsdómur telur að Gunnlaugur hafi ekki sýnt fram á fram á að Borgarbyggð hafi brotið gegn tilgreindum skráðum eða óskráðum reglum stjórnsýsluréttar er ákvörðun um uppsögn hans var tekin. Því var Borgarbyggð sýknuð af öllum kröfum Gunnlaugs. Borgarbyggð krafðist greiðslu málskostnaðar úr hendi Gunnlaugs en hann var látinn niður falla.
Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37 Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43 Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37
Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43
Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31