Borgarbyggð er sýkn af 60 milljóna króna kröfu brottrekins sveitarstjóra Árni Sæberg skrifar 18. júní 2021 13:24 Frá Borgarnesi. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vesturlands kvað í dag upp dóm þess efnis að Borgarbyggð væri sýkn af öllum kröfum Gunnlaugs Auðuns Júlíussonar. Gunnlaugur stefndi Borgarbyggð til greiðslu tæpra sextíu milljóna króna vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Gunnlaugur var sveitarstjóri sveitarfélagsins frá 2016 til 2019, þegar honum var sagt upp störfum. Ástæða uppsagnarinnar var trúnaðarbrestur milli Gunnlaugs og sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Gunnlaugur reisti dómkröfur sínar á því að Borgarbyggð hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti gegn honum með því að segja honum upp störfum þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til þess eða samkvæmt þeim samningum sem um starfssambandið giltu. Ákvörðun Borgarbyggðar um uppsögnina hafi jafnframt verið ógild að stjórnsýslurétti, samkvæmt Gunnlaugi. Héraðsdómur telur að Gunnlaugur hafi ekki sýnt fram á fram á að Borgarbyggð hafi brotið gegn tilgreindum skráðum eða óskráðum reglum stjórnsýsluréttar er ákvörðun um uppsögn hans var tekin. Því var Borgarbyggð sýknuð af öllum kröfum Gunnlaugs. Borgarbyggð krafðist greiðslu málskostnaðar úr hendi Gunnlaugs en hann var látinn niður falla. Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37 Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43 Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Gunnlaugur stefndi Borgarbyggð til greiðslu tæpra sextíu milljóna króna vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Gunnlaugur var sveitarstjóri sveitarfélagsins frá 2016 til 2019, þegar honum var sagt upp störfum. Ástæða uppsagnarinnar var trúnaðarbrestur milli Gunnlaugs og sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Gunnlaugur reisti dómkröfur sínar á því að Borgarbyggð hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti gegn honum með því að segja honum upp störfum þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til þess eða samkvæmt þeim samningum sem um starfssambandið giltu. Ákvörðun Borgarbyggðar um uppsögnina hafi jafnframt verið ógild að stjórnsýslurétti, samkvæmt Gunnlaugi. Héraðsdómur telur að Gunnlaugur hafi ekki sýnt fram á fram á að Borgarbyggð hafi brotið gegn tilgreindum skráðum eða óskráðum reglum stjórnsýsluréttar er ákvörðun um uppsögn hans var tekin. Því var Borgarbyggð sýknuð af öllum kröfum Gunnlaugs. Borgarbyggð krafðist greiðslu málskostnaðar úr hendi Gunnlaugs en hann var látinn niður falla.
Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37 Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43 Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37
Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43
Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31