Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Stúlkurnar fóru út á vatnið snemma í morgun á uppblásnum bát, sem fylltist af vatni. Vísir/Vilhelm Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er. Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.” Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.”
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira