Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en enginn greindist innanlands í gær.

Búið er að raðgreina ferðamennina sem greindust 15. júní síðastliðinn og reyndust þeir smitaðir af Delta-afbrigði veirunnar, sem áður var kennt við Indland.

Einnig verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem segir stöðuna á faraldrinum góða en segist þó hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum veirunnar.

Þá heyrum við í þjóðgarðsverðinum á Þingvöllum en þrjár stúlkur voru hætt komnar í morgun þegar uppblásinn bátur sem þær voru um borð í fór að leka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×