Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 20:41 Björn Þorláksson var ráðinn upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun árið 2017. Vísir/Aðsend Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá. Björn var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa hjá Umhverfisstofnun árið 2017 en staðan var lögð niður í upphafi þessa árs. RÚV greinir frá því að í stefnunni komi fram að Björn hafi fyrirvaralaust verið kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember á síðasta ári. Honum hafi þar verið afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.´ Þá hafi honum verið boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar á þessu ári hafi Birni síðan verið tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst starf sérfræðings í starfrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Samkvæmt stefnunni hafi verkefnalýsing þess starfs svipað til þeirra verkefna sem Björn sinnti meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Björn byggir á því að ákvörðun um að leggja starf hans niður hafi verið ólögmæt og að hann hefði hæglega getað sinnt hinu nýja starfi sérfræðings sem Umhverfisstofnun auglýsti til umsóknar. Hann byggir þá á því að niðurlagning starfsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns. Þá hafi framganga Umhverfisstofnunar valdið honum andlegu tjóni, rýrt starfsheiður hans og álit annara á honum. Krafa Björns hljóðar því upp á laun fyrir tvö ár auk þriggja milljóna í miskabætur, samtals 23 milljónir króna. Umhverfismál Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá. Björn var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa hjá Umhverfisstofnun árið 2017 en staðan var lögð niður í upphafi þessa árs. RÚV greinir frá því að í stefnunni komi fram að Björn hafi fyrirvaralaust verið kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember á síðasta ári. Honum hafi þar verið afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.´ Þá hafi honum verið boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar á þessu ári hafi Birni síðan verið tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst starf sérfræðings í starfrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Samkvæmt stefnunni hafi verkefnalýsing þess starfs svipað til þeirra verkefna sem Björn sinnti meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Björn byggir á því að ákvörðun um að leggja starf hans niður hafi verið ólögmæt og að hann hefði hæglega getað sinnt hinu nýja starfi sérfræðings sem Umhverfisstofnun auglýsti til umsóknar. Hann byggir þá á því að niðurlagning starfsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns. Þá hafi framganga Umhverfisstofnunar valdið honum andlegu tjóni, rýrt starfsheiður hans og álit annara á honum. Krafa Björns hljóðar því upp á laun fyrir tvö ár auk þriggja milljóna í miskabætur, samtals 23 milljónir króna.
Umhverfismál Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira