Parma tilkynnti Buffon með frábæru kynningarmyndbandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 20:15 Buffon er kominn á heimaslóðir. Daniele Badolato/Getty Images Ítalska knattspyrnuliðið Parma staðfesti í dag að markvörðurinn Gianluigi Buffon væri kominn á heimaslóðir. Það gerði félagið með mögnuðu kynningarmyndbandi þar sem það var staðfest að „Superman“ væri kominn heim. Hinn 43 ára gamli Buffon er uppalinn hjá Parma og eftir að samningur hans við Juventus rann út fóru orðrómar á kreik um að hann gæti spilað með Parma í Serie B, næstefstu deild á Ítalíu, á næstu leiktíð. Þeir orðrómar voru staðfestir í dag er Parma tilkynnti leikmanninn með pompi og prakt. Hér að neðan má sjá frábært kynningarmyndband félagsins. Buffon lék með Parma þegar liðið var talið eitt það áhugaverðasta á Ítalíu. Alls lék hann 168 deildarleiki með liðinu frá árinu 1995 til 2001. Með Buffon innanborðs vann liði Coppa Italia [ítalska bikarinn], Ofurbikar Ítalíu sem og UEFA-bikarinn. Þaðan fór hann til Juventus þar sem hann bætti enn við verðlaunasafnið og þá stóð hann milli stanganna er Ítalía varð heimsmeistari árið 2006. Buffon er afar reynslumikill markvörður en samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur hann spilað 930 deildar, bikar og Evrópuleiki á ferlinum, þar af eru 657 í Serie A. Þá spilaði hann 176 A-landsleiki á sínum tíma. He is back where he belongs.He is back home.#SupermanReturns @gianluigibuffon @Kyle_J_Krause @ParmaCalcio_en pic.twitter.com/bh2FO6P8YX— Parma Calcio 1913 (@1913parmacalcio) June 17, 2021 Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Hinn 43 ára gamli Buffon er uppalinn hjá Parma og eftir að samningur hans við Juventus rann út fóru orðrómar á kreik um að hann gæti spilað með Parma í Serie B, næstefstu deild á Ítalíu, á næstu leiktíð. Þeir orðrómar voru staðfestir í dag er Parma tilkynnti leikmanninn með pompi og prakt. Hér að neðan má sjá frábært kynningarmyndband félagsins. Buffon lék með Parma þegar liðið var talið eitt það áhugaverðasta á Ítalíu. Alls lék hann 168 deildarleiki með liðinu frá árinu 1995 til 2001. Með Buffon innanborðs vann liði Coppa Italia [ítalska bikarinn], Ofurbikar Ítalíu sem og UEFA-bikarinn. Þaðan fór hann til Juventus þar sem hann bætti enn við verðlaunasafnið og þá stóð hann milli stanganna er Ítalía varð heimsmeistari árið 2006. Buffon er afar reynslumikill markvörður en samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur hann spilað 930 deildar, bikar og Evrópuleiki á ferlinum, þar af eru 657 í Serie A. Þá spilaði hann 176 A-landsleiki á sínum tíma. He is back where he belongs.He is back home.#SupermanReturns @gianluigibuffon @Kyle_J_Krause @ParmaCalcio_en pic.twitter.com/bh2FO6P8YX— Parma Calcio 1913 (@1913parmacalcio) June 17, 2021 Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira