Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júní 2021 13:33 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. Ákvörðun Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að semja við erlenda rannsóknarstofu um rannsóknir á sýnunum hefur vakið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni, bæði meðal kvenna og heilbrigðisstétta. Heilsugæslan tók við skimununum um áramótin en biðtími eftir niðurstöðum er enn tveir til þrír mánuðir. Landspítalinn hefur sagst geta sinnt rannsóknunum og segist geta gefið niðurstöður við HPV-greiningum, sem eru nú fyrsta rannsókn, á tveimur til þremur dögum. Landlæknir hefur lagt blessun sína yfir gæðaáætlun Landspítala, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hins vegar hefur komið fram að samkvæmt áætlunum muni rannsóknirnar kosta meira á spítalanum en í Danmörku. Vísir sendi aðstoðarmanni ráðherra og upplýsingafulltrúa sjö spurningar á mánudag, í kjölfar þess að Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir og ritari skimunarráðs, skilaði ráðherra og þinginu skýrslu um flutning verkefnisins og framkvæmdina hingað til. Þær voru eftirfarandi: Er ráðherra/ráðuneytið að skoða það að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim, það er að segja á Landspítala? Er í skoðun að flytja HPV rannsóknirnar á Landspítala? Á eitthvað samstal sér stað við Landspítala vegna þessa? Hefur eitthvað samtal átt sér stað við þá læknahópa sem hafa gagnrýnt flutning rannsóknanna úr landi? Hver eru næstu skref í málinu? Er ákvörðunar að vænta um framtíðarstaðsetningu rannsóknanna? Hvernig hyggst ráðherra stuðla að trausti meðal kvenna þegar kemur að skimuninni? Kemur til greina að hafa fyrirkomulagið óbreytt, það er að segja að hafa rannsóknirnar áfram erlendis? Í dag barst svar: „Að svo stöddu er ekki hægt að greina frá því hvort breytinga er að vænta varðandi greiningar leghálssýna. Málið er í vinnslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisráðuneytinu.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08 „Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3. júní 2021 08:54 Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34 Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Ákvörðun Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að semja við erlenda rannsóknarstofu um rannsóknir á sýnunum hefur vakið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni, bæði meðal kvenna og heilbrigðisstétta. Heilsugæslan tók við skimununum um áramótin en biðtími eftir niðurstöðum er enn tveir til þrír mánuðir. Landspítalinn hefur sagst geta sinnt rannsóknunum og segist geta gefið niðurstöður við HPV-greiningum, sem eru nú fyrsta rannsókn, á tveimur til þremur dögum. Landlæknir hefur lagt blessun sína yfir gæðaáætlun Landspítala, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hins vegar hefur komið fram að samkvæmt áætlunum muni rannsóknirnar kosta meira á spítalanum en í Danmörku. Vísir sendi aðstoðarmanni ráðherra og upplýsingafulltrúa sjö spurningar á mánudag, í kjölfar þess að Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir og ritari skimunarráðs, skilaði ráðherra og þinginu skýrslu um flutning verkefnisins og framkvæmdina hingað til. Þær voru eftirfarandi: Er ráðherra/ráðuneytið að skoða það að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim, það er að segja á Landspítala? Er í skoðun að flytja HPV rannsóknirnar á Landspítala? Á eitthvað samstal sér stað við Landspítala vegna þessa? Hefur eitthvað samtal átt sér stað við þá læknahópa sem hafa gagnrýnt flutning rannsóknanna úr landi? Hver eru næstu skref í málinu? Er ákvörðunar að vænta um framtíðarstaðsetningu rannsóknanna? Hvernig hyggst ráðherra stuðla að trausti meðal kvenna þegar kemur að skimuninni? Kemur til greina að hafa fyrirkomulagið óbreytt, það er að segja að hafa rannsóknirnar áfram erlendis? Í dag barst svar: „Að svo stöddu er ekki hægt að greina frá því hvort breytinga er að vænta varðandi greiningar leghálssýna. Málið er í vinnslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisráðuneytinu.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08 „Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3. júní 2021 08:54 Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34 Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28
Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08
„Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3. júní 2021 08:54
Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34
Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10