Erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:06 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Rúmlega tuttugu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu í landshlutanum. Vísir/Egill Allir sextán ára og eldri hafa nú verið boðaðir í bólusetningu á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hefur gengið hvað erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu og á Vestfjörðum hefur borið á því að fólk geri upp á milli bóluefna. Allir ættu að hafa fengið bólusetningu klukkan tvö Í dag verður gefinn seinni skammtur af Moderna í Laugardalshöll og karlar fæddir 1982 fá fyrri skammt. 78,4 prósent Íslendinga sextán ára og eldri hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu - þar af eru tæplega fimmtíu prósent fullbólusettir. Samkvæmt Covid.is er hlutfallið hæst á Vestfjörðum. „Við erum búin að boða alla sem eru fæddir 2005 og fyrr einu sinni í bólusetningu og nú erum við að fá í aðra bólusetningu milli þrjú og fjögur hundruð manns, og þá sem hafa fengið boð en ekki verið í bænum eða eitthvað svoleiðis þannig að þeir geta komið í dag. Við hálfköllum það bara opinn dag milli tíu og tólf,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Þannig að klukkan tvö ættu allir að vera búnir að fá.“ Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.Aðsend Hún segir mætingu hafa verið mjög góða og merkir ekki mun milli aldurshópa í þeim efnum. „Maður finnur mun, það er búið að „hæpa“ þetta Pfizer-efni svo mikið upp að það er eins og fólk fái fyrstu verðlaun ef það er boðað í Pfizer en önnur eða þriðju verðlaun ef það er boðað í hinar bólusetningarnar.“ Í sumar verða svo tveir AstraZeneca-dagar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þann 23. júní og 14. júlí getur fólk mætt og fengið seinni skammt af bóluefni AstraZeneca ef liðið er nógu langt frá fyrri sprautu. Hildur tekur sérstaklega fram að ekki þurfi vera boðaður sérstaklega í bólusetningu til að mæta þessa daga. „Og á þriðjudaginn næsta [22. júní] ætlum við að hafa opinn Janssen-dag. Þannig að ef fólk vill frekar fá Janssen eða er til dæmis að vinna tímabundið hérna þá er það velkomið klukkan tíu næsta þriðjudag til að fá Janssen.“ Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Aðsend Útlendingar skilað sér vel Þá er stefnt að því að klára að bólusetja alla sextán ára og eldri á Suðurnesjum nú í hádeginu. „Fólk hefur verið duglegt að mæta svona þangað til núna bara í restina,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Fólk sem er fætt milli sjötíu og áttatíu, þar hefur verið dræmasta mætingin. Útlendingar hafa skilað sér mjög vel, við erum með stórt samfélag af pólverjum og þeir hafa skilað sér ágætlega.“ Innt eftir því hvort hægt sé að skýra dræma mætingu umrædds aldurshóps í bólusetningu á Suðurnesjum segir Andrea erfitt að segja til um það. „Fólk er kannski byrjað að detta í sumarfrí þegar við byrjum á þessum hópum. Það eru ekki allir sem setja boðaðan tíma í bólusetningu í forgang. En maður vildi endilega bólusetja sem flesta, það er markmiðið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Bólusetningar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Allir ættu að hafa fengið bólusetningu klukkan tvö Í dag verður gefinn seinni skammtur af Moderna í Laugardalshöll og karlar fæddir 1982 fá fyrri skammt. 78,4 prósent Íslendinga sextán ára og eldri hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu - þar af eru tæplega fimmtíu prósent fullbólusettir. Samkvæmt Covid.is er hlutfallið hæst á Vestfjörðum. „Við erum búin að boða alla sem eru fæddir 2005 og fyrr einu sinni í bólusetningu og nú erum við að fá í aðra bólusetningu milli þrjú og fjögur hundruð manns, og þá sem hafa fengið boð en ekki verið í bænum eða eitthvað svoleiðis þannig að þeir geta komið í dag. Við hálfköllum það bara opinn dag milli tíu og tólf,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Þannig að klukkan tvö ættu allir að vera búnir að fá.“ Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.Aðsend Hún segir mætingu hafa verið mjög góða og merkir ekki mun milli aldurshópa í þeim efnum. „Maður finnur mun, það er búið að „hæpa“ þetta Pfizer-efni svo mikið upp að það er eins og fólk fái fyrstu verðlaun ef það er boðað í Pfizer en önnur eða þriðju verðlaun ef það er boðað í hinar bólusetningarnar.“ Í sumar verða svo tveir AstraZeneca-dagar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þann 23. júní og 14. júlí getur fólk mætt og fengið seinni skammt af bóluefni AstraZeneca ef liðið er nógu langt frá fyrri sprautu. Hildur tekur sérstaklega fram að ekki þurfi vera boðaður sérstaklega í bólusetningu til að mæta þessa daga. „Og á þriðjudaginn næsta [22. júní] ætlum við að hafa opinn Janssen-dag. Þannig að ef fólk vill frekar fá Janssen eða er til dæmis að vinna tímabundið hérna þá er það velkomið klukkan tíu næsta þriðjudag til að fá Janssen.“ Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Aðsend Útlendingar skilað sér vel Þá er stefnt að því að klára að bólusetja alla sextán ára og eldri á Suðurnesjum nú í hádeginu. „Fólk hefur verið duglegt að mæta svona þangað til núna bara í restina,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Fólk sem er fætt milli sjötíu og áttatíu, þar hefur verið dræmasta mætingin. Útlendingar hafa skilað sér mjög vel, við erum með stórt samfélag af pólverjum og þeir hafa skilað sér ágætlega.“ Innt eftir því hvort hægt sé að skýra dræma mætingu umrædds aldurshóps í bólusetningu á Suðurnesjum segir Andrea erfitt að segja til um það. „Fólk er kannski byrjað að detta í sumarfrí þegar við byrjum á þessum hópum. Það eru ekki allir sem setja boðaðan tíma í bólusetningu í forgang. En maður vildi endilega bólusetja sem flesta, það er markmiðið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Bólusetningar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira