Evrópsk lögregluyfirvöld handtaka 73 í tengslum við mansal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júní 2021 10:29 Ákveðin fyrirtæki hafa verið til sérstakrar skoðunar, til dæmis naglasnyrtistofur, sem hafa verið tengdar við misnotkun einstaklinga frá Víetnam. Europol Lögregluyfirvöld í Evrópu hafa handtekið 73 einstaklinga fyrir mansal og telja sig hafa fundið 630 möguleg fórnarlömb mansals og misnotkunar af ýmsu tagi. Tuttugu og þrjú ríki tóku þátt í umræddum aðgerðum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Europol. Þar segir að á tímabilinu 31. maí til 6. júní hafi lögregla víðsvegar í Evrópu handtekið 229 einstaklinga, ráðist í húsleit á fleiri en 4.890 stöðum og gert leit í 16.530 bifreiðum. Þá hafa aðgerðirnar leitt af sér 750 nýjar rannsóknir, þar af 150 í tengslum við mansal. Auk lögreglu tóku þátt í aðgerðunum útlendingaeftirlitsmenn og landamæraverðir, vinnueftirlitsmenn og fulltrúar skattayfirvalda. Til skoðunar voru vinnuaflsfrekar atvinnugreinar, þar sem starfsmenn eru almennt viðkvæmari fyrir misnotkun, meðal annars vegna þess að þeir eru ekki meðvitaðir um þau réttindi sem þeir eiga að njóta. Rannsóknin náði einnig til einstaklinga sem vinna allan sólahringinn við umönnun manna eða dýra, til dæmis inni á heimilum. Þá hafa ákveðin fyrirtæki verið til sérstakrar skoðunar, til dæmis naglasnyrtistofur, sem hafa verið tengdar við misnotkun einstaklinga frá Víetnam. Í tilkynningu Europol segir að farandverkamenn sem hafa komið til Evrópu frá öðrum heimsálfum séu sérstaklega viðkvæmir fyrir, þar sem þeir eru oft skuldum vafnir eftir ferðalag sitt. Mannréttindi Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Europol. Þar segir að á tímabilinu 31. maí til 6. júní hafi lögregla víðsvegar í Evrópu handtekið 229 einstaklinga, ráðist í húsleit á fleiri en 4.890 stöðum og gert leit í 16.530 bifreiðum. Þá hafa aðgerðirnar leitt af sér 750 nýjar rannsóknir, þar af 150 í tengslum við mansal. Auk lögreglu tóku þátt í aðgerðunum útlendingaeftirlitsmenn og landamæraverðir, vinnueftirlitsmenn og fulltrúar skattayfirvalda. Til skoðunar voru vinnuaflsfrekar atvinnugreinar, þar sem starfsmenn eru almennt viðkvæmari fyrir misnotkun, meðal annars vegna þess að þeir eru ekki meðvitaðir um þau réttindi sem þeir eiga að njóta. Rannsóknin náði einnig til einstaklinga sem vinna allan sólahringinn við umönnun manna eða dýra, til dæmis inni á heimilum. Þá hafa ákveðin fyrirtæki verið til sérstakrar skoðunar, til dæmis naglasnyrtistofur, sem hafa verið tengdar við misnotkun einstaklinga frá Víetnam. Í tilkynningu Europol segir að farandverkamenn sem hafa komið til Evrópu frá öðrum heimsálfum séu sérstaklega viðkvæmir fyrir, þar sem þeir eru oft skuldum vafnir eftir ferðalag sitt.
Mannréttindi Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira