„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 20:38 Birgir Gunnarsson er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. vísir/vilhelm Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“ Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
„Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira