„Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2021 15:10 Þuríður Sigurðardóttir, myndlistarmaður og söngkona, mótmælir því harðlega að byggt verði upp á landfyllingu við Laugarnes. Vísir/Baldur Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu. „Þetta er alveg hræðileg sjónmengun því þetta er þessi fjara, Laugarnesfjaran sem heitir Norðurkotsvör, hún er eina óspjallaða fjaran á norðurströnd Reykjavíkur og þetta hefur útsýni frá fjörunni yfir til Viðeyjar,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, myndlistamaður og söngkona, í samtali við fréttastofu. „Viðey og Laugarnes hafa verið órofa heild í menningarsögunni og þegar verndaráætlun fyrir Laugarnesið var undirrituð 2016 þá var meðal annars nefnt í þessari verndaráætlun að það væri svo mikilvægt að hægt væri að standa í þessari fjöru og það væru engin mannvirki sem trufluðu útsýni til Viðeyjar og út á sundin.“ Þuríður er fædd og uppalin í Laugarnesi, sem þá var búsetujörð, og hefur hún lengi barist fyrir friðun svæðisins og náttúrunnar í kring. Hún gagnrýnir borgaryfirvöld og hvernig staðið var að verkinu. Sjá einnig: Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga „Upphaflega, þegar farið var í þetta, þetta er uppgröftur frá Landspítalanum, þá fór þetta ekki í neina kynningu og einhvern vegin kom þessi landfylling eins og þruma úr heiðskíru lofti og var bara komin. Það lá ekki fyrir leyfi, skipulagsyfirvöld hafa væntanlega gefið út eitthvað bráðabirgðaleyfi á þetta en þetta fór ekki í kynningu,“ segir Þuríður. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó náttúruspillingin sem íbúar telja fylgja uppbyggingu á reitnum. Margir kvíða því að geta ekki séð út til Viðeyjar frá Laugarnestanga án þess að mannvirki fylgi sjónlínunni. „Með þessari fyllingu er farið þvert á allar hugmyndir um verndaráætlun svæðisins, sem undirrituð var af Minjastofnun og Reykjavíkurborg. Þetta er ótrúlega mikil skerðing á útsýninu og mér finnst þetta algert umhverfisslys. Að fólk skuli ekki geta, eins og þarna þetta er alveg dásamlegur staður ef fólk vill flýja borgarlandslagið eins og það liggur fyrir, að geta sest þarna niður í fjöru, horft yfir og yfir til Viðeyjar, Esjunnar og andað að sér fersku sjávarlofti,“ segir Þuríður. „Miklir möguleikar á að taka tillit til sjónarmiða íbúa“ Efnið sem notað er í landfyllinguna er það sem fellur til vegna framkvæmda við nýjan Landspítala. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að framkvæmdir við landfyllinguna séu að mörgu leyti umhverfisvænni en ef efnið yrði flutt út fyrir borgarmörkin. „Landspítalinn og Faxaflóahafnir áttu um það samtal fyrir tveimur árum hvort það væri ekki rétt af umhverfislegum ástæðum að slá tvær flugur í einu höggi, minnka þær vegalengdir sem þarf að aka með efnið, sem þyrfti ellegar að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið, og nýta það til að vera með landfyllingu á þessu svæði,“ segir Pawel í samtali við fréttastofu. Pawel er nýtekinn við sem formaður ráðsins en hann segist þó hafa orðið var við ósætti meðal íbúa vegna framkvæmdanna. Borgarstórn Reykjavíkur fundar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég tók þátt í fundi íbúaráðs í gær og þá vissi ég, og komst að því, að það eru skiptar skoðanir um þetta mál. Annars vegar vegna nálægðar við Laugarnestangann og hins vegar vegna mögulegrar sjónlínu að Viðey,“ segir Pawel. Enn hefur deiliskipulag fyrir svæðið ekki verið samþykkt og því er ekki víst hvers konar byggingar muni rísa þarna á svæðinu. „Þess ber að geta þó að þessi landfylling er á strönd sem er röskuð þegar, þetta er ekki upprunaleg strandlengja sem um ræðir. Og hvað varðar mögulega hæð bygginga þá á hún eftir að mótast við breytingar á deiliskipulagi fyrir svæðið. Við erum bara búin að samþykkja aðalskipulag en ekki deiliskipulagið sem þarna mun vera ofan á,“ segir Pawel. „Þannig að ég tel mikla möguleika á að taka tillit til einhverjar af þeim athugasemdum sem fram eru komnar en landfyllingin hún er að verða að veruleika, hún var samþykkt, og það verður ekki til baka snúið með það.“ Vill að landfyllingin verði fjarlægð Þuríður segist uggandi vegna þessara framkvæmda. Mikið sé í húfi, þar á meðal mikilvægur menningararfur sem hún segir borgina vera að reyna að moka yfir. „Laugarneshóllinn hefur verið friðaður og það var þarna kirkja og gamall kirkjugarður sem sögur herma að sé sá elsti í Reykjavík. Þeir eru á svipuðum aldri, hann og Víkurkirkjugarður sem var rústað undir hótel. Fólki sem er umhugað um náttúruna, búsetjuminjar og menningarlandslag, okkur svíður að það sé ekki betur hugsað um þetta svæði og að það skuli vera farið á skjön við þetta með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. „Laugarnesið geymir svo mikla sögu, Jón Sigurðsson forseti hann vann sína fyrstu vinnu í Biskupsstofu sem var á Laugarnesinu svo átti Hallgerður langbrók Laugarnesið um tíma og hún er sögð jarðsett þar. Aðrar þjóðir geyma og kynna söguna sína en við reynum að grafa yfir hana eins og í Víkurkirkjugarði og víðar. Ég held að fólk sé farið að átta sig á því að þetta skiptir máli. Fortíðin skiptir máli fyrir framtíðina.“ Framkvæmdir við landfyllinguna standa nú yfir. Vísir/Vilhelm „Að þekkja fortíðina held ég að sé okkur öllum gott veganesti inn í framtíðina. Mér finnst að börnin okkar eigi það skili að fá að geta leitað athvarfs á kyrrlátum stað þar sem ekkert skyggir á þessa náttúrulegu sýn.“ Hún segist helst vilja að landfyllingin verði fjarlægð að nýju. Allt sem fari niður hljóti að vera hægt að taka upp aftur. „Bara landfyllingin skyggir strax á útsýnið til húsanna í Viðey en ef það koma byggingar eru þeir einir sem njóta útsýnisins sem sitja í norðurglugga í þessum stóru byggingum. það er verið að taka af almenningi lífsgæði sem eru ekki metin til fjár. Manni finnst, það er alltaf verið að tala um í dag að stjórnvöld telji sig vera að vinna fyrir fólkið en þetta er allt saman á skjön við skoðanir fólksins ekki síst í þessu nágrenni og þeim sem þykir vænt um þetta svæði,“ segir Þuríður. „Mér finnst að þjóðin eigi að fara fram á það að þessu verði dælt upp aftur. En ef menn telja sig ekki geta gert það þá Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna.“ Reykjavík Skipulag Umhverfismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Þetta er alveg hræðileg sjónmengun því þetta er þessi fjara, Laugarnesfjaran sem heitir Norðurkotsvör, hún er eina óspjallaða fjaran á norðurströnd Reykjavíkur og þetta hefur útsýni frá fjörunni yfir til Viðeyjar,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, myndlistamaður og söngkona, í samtali við fréttastofu. „Viðey og Laugarnes hafa verið órofa heild í menningarsögunni og þegar verndaráætlun fyrir Laugarnesið var undirrituð 2016 þá var meðal annars nefnt í þessari verndaráætlun að það væri svo mikilvægt að hægt væri að standa í þessari fjöru og það væru engin mannvirki sem trufluðu útsýni til Viðeyjar og út á sundin.“ Þuríður er fædd og uppalin í Laugarnesi, sem þá var búsetujörð, og hefur hún lengi barist fyrir friðun svæðisins og náttúrunnar í kring. Hún gagnrýnir borgaryfirvöld og hvernig staðið var að verkinu. Sjá einnig: Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga „Upphaflega, þegar farið var í þetta, þetta er uppgröftur frá Landspítalanum, þá fór þetta ekki í neina kynningu og einhvern vegin kom þessi landfylling eins og þruma úr heiðskíru lofti og var bara komin. Það lá ekki fyrir leyfi, skipulagsyfirvöld hafa væntanlega gefið út eitthvað bráðabirgðaleyfi á þetta en þetta fór ekki í kynningu,“ segir Þuríður. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó náttúruspillingin sem íbúar telja fylgja uppbyggingu á reitnum. Margir kvíða því að geta ekki séð út til Viðeyjar frá Laugarnestanga án þess að mannvirki fylgi sjónlínunni. „Með þessari fyllingu er farið þvert á allar hugmyndir um verndaráætlun svæðisins, sem undirrituð var af Minjastofnun og Reykjavíkurborg. Þetta er ótrúlega mikil skerðing á útsýninu og mér finnst þetta algert umhverfisslys. Að fólk skuli ekki geta, eins og þarna þetta er alveg dásamlegur staður ef fólk vill flýja borgarlandslagið eins og það liggur fyrir, að geta sest þarna niður í fjöru, horft yfir og yfir til Viðeyjar, Esjunnar og andað að sér fersku sjávarlofti,“ segir Þuríður. „Miklir möguleikar á að taka tillit til sjónarmiða íbúa“ Efnið sem notað er í landfyllinguna er það sem fellur til vegna framkvæmda við nýjan Landspítala. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að framkvæmdir við landfyllinguna séu að mörgu leyti umhverfisvænni en ef efnið yrði flutt út fyrir borgarmörkin. „Landspítalinn og Faxaflóahafnir áttu um það samtal fyrir tveimur árum hvort það væri ekki rétt af umhverfislegum ástæðum að slá tvær flugur í einu höggi, minnka þær vegalengdir sem þarf að aka með efnið, sem þyrfti ellegar að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið, og nýta það til að vera með landfyllingu á þessu svæði,“ segir Pawel í samtali við fréttastofu. Pawel er nýtekinn við sem formaður ráðsins en hann segist þó hafa orðið var við ósætti meðal íbúa vegna framkvæmdanna. Borgarstórn Reykjavíkur fundar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég tók þátt í fundi íbúaráðs í gær og þá vissi ég, og komst að því, að það eru skiptar skoðanir um þetta mál. Annars vegar vegna nálægðar við Laugarnestangann og hins vegar vegna mögulegrar sjónlínu að Viðey,“ segir Pawel. Enn hefur deiliskipulag fyrir svæðið ekki verið samþykkt og því er ekki víst hvers konar byggingar muni rísa þarna á svæðinu. „Þess ber að geta þó að þessi landfylling er á strönd sem er röskuð þegar, þetta er ekki upprunaleg strandlengja sem um ræðir. Og hvað varðar mögulega hæð bygginga þá á hún eftir að mótast við breytingar á deiliskipulagi fyrir svæðið. Við erum bara búin að samþykkja aðalskipulag en ekki deiliskipulagið sem þarna mun vera ofan á,“ segir Pawel. „Þannig að ég tel mikla möguleika á að taka tillit til einhverjar af þeim athugasemdum sem fram eru komnar en landfyllingin hún er að verða að veruleika, hún var samþykkt, og það verður ekki til baka snúið með það.“ Vill að landfyllingin verði fjarlægð Þuríður segist uggandi vegna þessara framkvæmda. Mikið sé í húfi, þar á meðal mikilvægur menningararfur sem hún segir borgina vera að reyna að moka yfir. „Laugarneshóllinn hefur verið friðaður og það var þarna kirkja og gamall kirkjugarður sem sögur herma að sé sá elsti í Reykjavík. Þeir eru á svipuðum aldri, hann og Víkurkirkjugarður sem var rústað undir hótel. Fólki sem er umhugað um náttúruna, búsetjuminjar og menningarlandslag, okkur svíður að það sé ekki betur hugsað um þetta svæði og að það skuli vera farið á skjön við þetta með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. „Laugarnesið geymir svo mikla sögu, Jón Sigurðsson forseti hann vann sína fyrstu vinnu í Biskupsstofu sem var á Laugarnesinu svo átti Hallgerður langbrók Laugarnesið um tíma og hún er sögð jarðsett þar. Aðrar þjóðir geyma og kynna söguna sína en við reynum að grafa yfir hana eins og í Víkurkirkjugarði og víðar. Ég held að fólk sé farið að átta sig á því að þetta skiptir máli. Fortíðin skiptir máli fyrir framtíðina.“ Framkvæmdir við landfyllinguna standa nú yfir. Vísir/Vilhelm „Að þekkja fortíðina held ég að sé okkur öllum gott veganesti inn í framtíðina. Mér finnst að börnin okkar eigi það skili að fá að geta leitað athvarfs á kyrrlátum stað þar sem ekkert skyggir á þessa náttúrulegu sýn.“ Hún segist helst vilja að landfyllingin verði fjarlægð að nýju. Allt sem fari niður hljóti að vera hægt að taka upp aftur. „Bara landfyllingin skyggir strax á útsýnið til húsanna í Viðey en ef það koma byggingar eru þeir einir sem njóta útsýnisins sem sitja í norðurglugga í þessum stóru byggingum. það er verið að taka af almenningi lífsgæði sem eru ekki metin til fjár. Manni finnst, það er alltaf verið að tala um í dag að stjórnvöld telji sig vera að vinna fyrir fólkið en þetta er allt saman á skjön við skoðanir fólksins ekki síst í þessu nágrenni og þeim sem þykir vænt um þetta svæði,“ segir Þuríður. „Mér finnst að þjóðin eigi að fara fram á það að þessu verði dælt upp aftur. En ef menn telja sig ekki geta gert það þá Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna.“
Reykjavík Skipulag Umhverfismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira