Uppljóstrari hjá þjóðaröryggisstofnun laus úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:07 Reality Winner í fangabúningi við alríkisdómhúsið í Augusta í Georgíu í júní árið 2018. Hún var dæmd í meira en fimm ára fangelsi fyrir að leka upplýsingum um meint kosningaafskipti Rússa til fjölmiðils. AP/Michael Holahan/The Augusta Chronicle Ung kona sem vann fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var sakfelld fyrir að leka leynilegum upplýsingum til fjölmiðla árið 2018 er laus úr fangelsi. Lögmaður hennar segir að henni hafi verið sleppt vegna góðrar hegðunar. Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja. Rússland Bandaríkin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja.
Rússland Bandaríkin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira