„Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2021 09:00 McConnell hefur ekki reynst samkvæmur sjálfum sér hvað varðar skipan hæstaréttardómara. epa/Jim Lo Scalzo Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. McConnell sagði í útvarpsviðtali í gær að reyndar myndu hvorki repúblikanar né demókratar leyfa forseta úr hinum flokknum að skipa hæstaréttardómara í aðdraganda forsetakosninga. Þess ber að geta að McConnell kom í vegn fyrir að Barack Obama skipaði Merrick Garland, núverandi dómsmálaráðherra, í hæstarétt í stað Antonin Scalia árið 2016. Hann hafði áður lýst því yfir að forseti ætti ekki að skipa hæstaréttadómara skömmu fyrir kosningar en reyndist ekki sjálfum sér samkvæmur þegar hann studdi Donald Trump í að fylla sæti Ruth Bader Ginsburg tvemur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Spurður að því hvað myndi gerast ef sæti losnaði árið 2023, að því gefnu að repúblikanar hefðu aftur náð meirihluta, sagði McConnell það þurfa að koma í ljós. Nú er svo komið að íhaldssamir dómarar við dómstólinn eru sex en frjálslyndir þrír. Sú staðreynd kann að hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarísk samfélag, þar sem dómstóllinn mun á næstunni taka fyrir umdeild mál er varða meðgöngurof og takmarkanir á skotvopnaeign. Stephen Breyer er 82 ára. Í útvarpsviðtalinu sagði McConnell að það afrek hans að halda sæti Scalia tómu fram yfir kosningar, þannig að það féll í hlut Trump að fylla það, væri það mikilvægasta sem hann hefði gert sem leiðtogi meirihlutans. Viðbrögð við ummælum McConnell hafa ekki látið á sér standa og nú eykst þrýstingurinn á hæstaréttardómarann Stephen Breyer að láta af störfum á meðan demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Margir á vinstrivængnum eru enn sárir Ginsburg fyrir að hafa ekki hætt á meðan Obama var forseti en þannig hefði mátt tryggja frjálslyndari arftaka en þann sem Trump skipaði. Bandaríkin Mannréttindi Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
McConnell sagði í útvarpsviðtali í gær að reyndar myndu hvorki repúblikanar né demókratar leyfa forseta úr hinum flokknum að skipa hæstaréttardómara í aðdraganda forsetakosninga. Þess ber að geta að McConnell kom í vegn fyrir að Barack Obama skipaði Merrick Garland, núverandi dómsmálaráðherra, í hæstarétt í stað Antonin Scalia árið 2016. Hann hafði áður lýst því yfir að forseti ætti ekki að skipa hæstaréttadómara skömmu fyrir kosningar en reyndist ekki sjálfum sér samkvæmur þegar hann studdi Donald Trump í að fylla sæti Ruth Bader Ginsburg tvemur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Spurður að því hvað myndi gerast ef sæti losnaði árið 2023, að því gefnu að repúblikanar hefðu aftur náð meirihluta, sagði McConnell það þurfa að koma í ljós. Nú er svo komið að íhaldssamir dómarar við dómstólinn eru sex en frjálslyndir þrír. Sú staðreynd kann að hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarísk samfélag, þar sem dómstóllinn mun á næstunni taka fyrir umdeild mál er varða meðgöngurof og takmarkanir á skotvopnaeign. Stephen Breyer er 82 ára. Í útvarpsviðtalinu sagði McConnell að það afrek hans að halda sæti Scalia tómu fram yfir kosningar, þannig að það féll í hlut Trump að fylla það, væri það mikilvægasta sem hann hefði gert sem leiðtogi meirihlutans. Viðbrögð við ummælum McConnell hafa ekki látið á sér standa og nú eykst þrýstingurinn á hæstaréttardómarann Stephen Breyer að láta af störfum á meðan demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Margir á vinstrivængnum eru enn sárir Ginsburg fyrir að hafa ekki hætt á meðan Obama var forseti en þannig hefði mátt tryggja frjálslyndari arftaka en þann sem Trump skipaði.
Bandaríkin Mannréttindi Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira