Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 13:40 Biden Bandaríkjaforseti (t.v.) ræðir við Norðmanninn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í Brussel í dag. AP/Stephanie Lecocq Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar.
NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira