Vonbrigði að þing hafi ekki tekið stjórnarskrárfrumvarp til efnislegrar umræðu Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2021 07:41 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að stjórnarskráin hafi ekki verið meitluð í stein þegar hún var samin. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Alþingi hafi ekki tekið frumvarp forsætisráðherra um stjórnarskrárbreytingar til efnislegrar umræðu áður en þingi var frestað. Þetta sagði Guðni í samtali við fréttastofu RÚV í gærkvöldi, og sagði hann stjórnarskrána hafi ekki verið meitlaða í stein þegar hún var samin. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur fékk ekki afgreiðslu fyrir þinglok eftir að hafa verið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í um fjóra mánuði. Í samtali við RÚV sagði hann að ýmsar breytingar á stjórnarskrá séu þess eðlis að um þær verði ávallt ágreiningur. „En maður skyldi ætla að um aðrar þeirra ætti einhvern tímann að nást samstaða, þá væri að mínu mati tímabært að taka til athugunar að breyta ákvæði sem er á þá lund að forseti geti veitt undanþágu frá lögum eins og gert hefur verið hingað til,“ sagði Guðni sem skoraði meðal annars á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til umfjöllunar í ræðu sinni við setningu Alþingis síðasta haust. Áhyggjuefni Forseti segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna. „Eins og fleiri þá varð ég fyrir vonbrigðum já. Með að þessar breytingar hafi ekki orðið að lögum? Ég tjái mig ekki um breytingarnar í sjálfu sér. En að þingið hafi ekki náð að eiga efnislega umræðu um tillögur að breytingu á stjórnarskrá. Það finnst mér áhyggjuefni.“ Katrín lagði fram stjórnarskrárfumvarp sitt í janúar, en um var að ræða svokallað þingmannafrumvarp, en ekki stjórnarfrumvarp. Helstu breytingar sem frumvarpið snerti á tók á verkefnum framkvæmdarvalds, umhverfisvernd, auðlindum náttúru Íslands, íslenskri tungu og forseta Íslands. Forseti Íslands Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Þetta sagði Guðni í samtali við fréttastofu RÚV í gærkvöldi, og sagði hann stjórnarskrána hafi ekki verið meitlaða í stein þegar hún var samin. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur fékk ekki afgreiðslu fyrir þinglok eftir að hafa verið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í um fjóra mánuði. Í samtali við RÚV sagði hann að ýmsar breytingar á stjórnarskrá séu þess eðlis að um þær verði ávallt ágreiningur. „En maður skyldi ætla að um aðrar þeirra ætti einhvern tímann að nást samstaða, þá væri að mínu mati tímabært að taka til athugunar að breyta ákvæði sem er á þá lund að forseti geti veitt undanþágu frá lögum eins og gert hefur verið hingað til,“ sagði Guðni sem skoraði meðal annars á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til umfjöllunar í ræðu sinni við setningu Alþingis síðasta haust. Áhyggjuefni Forseti segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna. „Eins og fleiri þá varð ég fyrir vonbrigðum já. Með að þessar breytingar hafi ekki orðið að lögum? Ég tjái mig ekki um breytingarnar í sjálfu sér. En að þingið hafi ekki náð að eiga efnislega umræðu um tillögur að breytingu á stjórnarskrá. Það finnst mér áhyggjuefni.“ Katrín lagði fram stjórnarskrárfumvarp sitt í janúar, en um var að ræða svokallað þingmannafrumvarp, en ekki stjórnarfrumvarp. Helstu breytingar sem frumvarpið snerti á tók á verkefnum framkvæmdarvalds, umhverfisvernd, auðlindum náttúru Íslands, íslenskri tungu og forseta Íslands.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira