Mikill mannfjöldi var saman kominn í miðborginni. Búið var að girða götuna af til þess að varna því að bílar keyrðu þangað inn og mikil ringulreið skapaðist. Lögreglumenn brugðust fljótt við en þurftu að bregða á það ráð að flytja særða í bílum sínum til að koma þeim af staðnum.
