Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 07:38 Darnella Frazier, sem er hér með símann á lofti, hefur fengið sérstök Pulitzer-verðlaun fyrir myndbandsupptökuna af dauða George Floyd. Vísir Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. Eins og er kannski orðið víðþekkt þá varð það myndbandið sem Frazier tók upp sem vakti helst athyglina á dauða Floyd, en hann var myrtur af hvítum lögreglumanni fyrir rúmu ári síðan í Minneapolis í Bandaríkjunum. Á myndbandinu má heyra Floyd biðja fyrir lífi sínu og kalla á lögreglumennina að hann geti ekki andað. Þá sést lögreglan krjúpa á hálsi Floyds þar til hann hættir að hreyfa sig. Myndbandsupptakan fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og vakti mikla reiði. Í kjölfarið fór af stað mótmælaalda, vegna kynþáttabundins misréttis og ofbeldis, um allan heim. Þá var myndbandsupptakan helsta sönnunargagnið í dómsmálinu sem varð til þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem kraup lengst á hálsi Floyds, var sakfelldur fyrir morð. Dauði George Floyd leiddi til mótmælaöldu um allan heim vegna lögregluofbeldis og kynþáttabundnu misrétti.Getty/Scott Olson Pulitzer-verðlaunin eru virtustu blaðamannaverðlaun Bandaríkjanna. Að sögn Pulitzer-nefndarinnar ákvað hún að veita Frazier þessi sérstöku verðlaun vegna „hugrekkisins sem það tók til að mynda morðið á George Floyd, myndband sem varð kveikjan að mótmælum gegn ofbeldi af hendi lögreglu um allan heim.“ Þá hafi hún einmitt sýnt hvað „almennir borgarar spila mikilvæg hlutverk í leit blaðamanna að sannleika og réttlæti.“ Frazier varð vitni að morðinu á Floyd þegar hún var á göngu með frændsystkini sínu i Minneapolis þann 25. maí í fyrra. Hún bar vitni fyrir dómi fyrr á þessu ári og sagðist hún hafa hafið upptökuna á símanum sínum vegna þess að: „Ég sá mann sem var dauðhræddur og bað fyrir lífi sínu.“ „Ég heyrði hann segja „ég get ekki andað.“ Hann var dauðhræddur, hann kallaði á móður sína.“ Í dómsmálinu gegn Chauvin greindi hún frá því að atvikið hafi breytt lífi hennar. „Þegar ég horfi á George Floyd horfi ég á pabba minn, ég horfi á bróður minn, frændur mína – vegna þess að þeir eru allir svartir,“ sagði hún og grét. „Og ég hugsa um það hvernig þetta hefði getað verið einn þeirra.“ Bandaríkin Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35 Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28 Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Eins og er kannski orðið víðþekkt þá varð það myndbandið sem Frazier tók upp sem vakti helst athyglina á dauða Floyd, en hann var myrtur af hvítum lögreglumanni fyrir rúmu ári síðan í Minneapolis í Bandaríkjunum. Á myndbandinu má heyra Floyd biðja fyrir lífi sínu og kalla á lögreglumennina að hann geti ekki andað. Þá sést lögreglan krjúpa á hálsi Floyds þar til hann hættir að hreyfa sig. Myndbandsupptakan fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og vakti mikla reiði. Í kjölfarið fór af stað mótmælaalda, vegna kynþáttabundins misréttis og ofbeldis, um allan heim. Þá var myndbandsupptakan helsta sönnunargagnið í dómsmálinu sem varð til þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem kraup lengst á hálsi Floyds, var sakfelldur fyrir morð. Dauði George Floyd leiddi til mótmælaöldu um allan heim vegna lögregluofbeldis og kynþáttabundnu misrétti.Getty/Scott Olson Pulitzer-verðlaunin eru virtustu blaðamannaverðlaun Bandaríkjanna. Að sögn Pulitzer-nefndarinnar ákvað hún að veita Frazier þessi sérstöku verðlaun vegna „hugrekkisins sem það tók til að mynda morðið á George Floyd, myndband sem varð kveikjan að mótmælum gegn ofbeldi af hendi lögreglu um allan heim.“ Þá hafi hún einmitt sýnt hvað „almennir borgarar spila mikilvæg hlutverk í leit blaðamanna að sannleika og réttlæti.“ Frazier varð vitni að morðinu á Floyd þegar hún var á göngu með frændsystkini sínu i Minneapolis þann 25. maí í fyrra. Hún bar vitni fyrir dómi fyrr á þessu ári og sagðist hún hafa hafið upptökuna á símanum sínum vegna þess að: „Ég sá mann sem var dauðhræddur og bað fyrir lífi sínu.“ „Ég heyrði hann segja „ég get ekki andað.“ Hann var dauðhræddur, hann kallaði á móður sína.“ Í dómsmálinu gegn Chauvin greindi hún frá því að atvikið hafi breytt lífi hennar. „Þegar ég horfi á George Floyd horfi ég á pabba minn, ég horfi á bróður minn, frændur mína – vegna þess að þeir eru allir svartir,“ sagði hún og grét. „Og ég hugsa um það hvernig þetta hefði getað verið einn þeirra.“
Bandaríkin Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35 Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28 Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35
Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28
Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30