Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 13:05 Ivan Zhdanov (f.m.) stýrði Sjóði gegn spillingu. Nýlega ákváðu bandamenn Navalní að leysa upp net svæðisskrifstofa um Rússlandi til þess að starfsmenn þeirra ættu ekki á hættu að vera sóttir til saka yrðu samtök Navalní lýst ólögleg. Nú er Zhdanov sjálfur eftirlýstur. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. Á sama tíma og dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara um að lýsa Sjóð gegn spillingu, samtök Navalní, öfgasamtök á miðvikudag samþykktu bandamenn Vladímírs Pútín forseta á rússneska þinginu frumvarp bannar félögum í öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Það er hluti af herferð stjórnar Pútín til þess að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar í haust. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússneska innanríkisráðuneytinu að Zhdanov hafi verið settur á alríkislista yfir eftirlýst fólk. Þingmenn samþykktu einnig nýlega að þeir sem vinna með öfgasamtökum geti átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Hafa afhjúpað spillingu valdamanna Sjóður Navalní gegn spillingu hefur beint spjótum sínum að háttsettum embættismönnum í Rússlandi og afhjúpað spillingu þeirra. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að vera raunverulegan eiganda íburðarmikils sveitaseturs við Svartahaf en að eignarhaldið væri dulið með spilltum krókaleiðum. Stjórn Pútín hefur hafnað þeim ásökunum. Svæðisskrifstofur samtaka Navalní hafa einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum, sem flest eru lýst ólögleg, og tekið þátt í verkefni til að hjálpa kjósendum að finna þá frambjóðendur sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútín í kosningum. Navalní sjálfur situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm ósanngjarnan og gerræðislegan. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn og sætt húsleit að undanförnu. Stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf í Rússlandi og á tuttugu ára valdatíð Pútín hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna týnt lífinu við grunsamlegar aðstæður.Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Á sama tíma og dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara um að lýsa Sjóð gegn spillingu, samtök Navalní, öfgasamtök á miðvikudag samþykktu bandamenn Vladímírs Pútín forseta á rússneska þinginu frumvarp bannar félögum í öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Það er hluti af herferð stjórnar Pútín til þess að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar í haust. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússneska innanríkisráðuneytinu að Zhdanov hafi verið settur á alríkislista yfir eftirlýst fólk. Þingmenn samþykktu einnig nýlega að þeir sem vinna með öfgasamtökum geti átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Hafa afhjúpað spillingu valdamanna Sjóður Navalní gegn spillingu hefur beint spjótum sínum að háttsettum embættismönnum í Rússlandi og afhjúpað spillingu þeirra. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að vera raunverulegan eiganda íburðarmikils sveitaseturs við Svartahaf en að eignarhaldið væri dulið með spilltum krókaleiðum. Stjórn Pútín hefur hafnað þeim ásökunum. Svæðisskrifstofur samtaka Navalní hafa einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum, sem flest eru lýst ólögleg, og tekið þátt í verkefni til að hjálpa kjósendum að finna þá frambjóðendur sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútín í kosningum. Navalní sjálfur situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm ósanngjarnan og gerræðislegan. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn og sætt húsleit að undanförnu. Stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf í Rússlandi og á tuttugu ára valdatíð Pútín hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna týnt lífinu við grunsamlegar aðstæður.Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira