Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 13:38 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti á laggirnar átakið „Hefjum störf“. Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað átakið „Hefjum störf“ í mars síðastliðinn. Markmiðið með átakinu var að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. En þessir aðilar fá ríflegan stuðning frá hinu opinbera með hverjum nýjum starfsmanni. Atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í apríl á þessu ári, en var komið niður í 9.1 prósent í maí. Lækkunin nemur því 1,3 prósent á milli mánaða, sem eru um 2.400 einstaklingar. Það er mesta lækkun sem hefur orðið síðan 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnulausum fækkað mest í ferðaþjónustunni Það má því segja að átakið hafi farið vel af stað og nú eru alls um 10.400 störf í boði hjá Vinnumálastofnun í tengslum við átakið. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur gengið vel að ráða einstaklinga sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í maí. Mesta fækkunin var í ferðaþjónustutengdum greinum, en þar var fækkunin á bilinu 18-21 prósent. Ásmundur Einar segir mikið gleðiefni að sjá atvinnuleysi minnka hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hann segir tölurnar sýna að þær aðgerðir sem farið var í með átakinu séu að virka. „Ég er virkilega ánægður að sjá hvernig atvinnulífið hefur komið af krafti með okkur í þessar aðgerðir og nú er bara að bæta í, sækja fram af krafti og skapa enn fleiri störf á næstu mánuðum.“ Vinnumálastofnun spáir enn frekari lækkun atvinnuleysis og að það verði komið niður í 7,3-7,7 prósent í júní. Ef sú þróun raungerist, mun atvinnulausum hafa fækkað úr 20.000 í lok apríl, í 14.000 í lok júní. Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað átakið „Hefjum störf“ í mars síðastliðinn. Markmiðið með átakinu var að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. En þessir aðilar fá ríflegan stuðning frá hinu opinbera með hverjum nýjum starfsmanni. Atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í apríl á þessu ári, en var komið niður í 9.1 prósent í maí. Lækkunin nemur því 1,3 prósent á milli mánaða, sem eru um 2.400 einstaklingar. Það er mesta lækkun sem hefur orðið síðan 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnulausum fækkað mest í ferðaþjónustunni Það má því segja að átakið hafi farið vel af stað og nú eru alls um 10.400 störf í boði hjá Vinnumálastofnun í tengslum við átakið. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur gengið vel að ráða einstaklinga sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í maí. Mesta fækkunin var í ferðaþjónustutengdum greinum, en þar var fækkunin á bilinu 18-21 prósent. Ásmundur Einar segir mikið gleðiefni að sjá atvinnuleysi minnka hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hann segir tölurnar sýna að þær aðgerðir sem farið var í með átakinu séu að virka. „Ég er virkilega ánægður að sjá hvernig atvinnulífið hefur komið af krafti með okkur í þessar aðgerðir og nú er bara að bæta í, sækja fram af krafti og skapa enn fleiri störf á næstu mánuðum.“ Vinnumálastofnun spáir enn frekari lækkun atvinnuleysis og að það verði komið niður í 7,3-7,7 prósent í júní. Ef sú þróun raungerist, mun atvinnulausum hafa fækkað úr 20.000 í lok apríl, í 14.000 í lok júní.
Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44
Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41
Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28