Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 13:38 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti á laggirnar átakið „Hefjum störf“. Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað átakið „Hefjum störf“ í mars síðastliðinn. Markmiðið með átakinu var að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. En þessir aðilar fá ríflegan stuðning frá hinu opinbera með hverjum nýjum starfsmanni. Atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í apríl á þessu ári, en var komið niður í 9.1 prósent í maí. Lækkunin nemur því 1,3 prósent á milli mánaða, sem eru um 2.400 einstaklingar. Það er mesta lækkun sem hefur orðið síðan 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnulausum fækkað mest í ferðaþjónustunni Það má því segja að átakið hafi farið vel af stað og nú eru alls um 10.400 störf í boði hjá Vinnumálastofnun í tengslum við átakið. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur gengið vel að ráða einstaklinga sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í maí. Mesta fækkunin var í ferðaþjónustutengdum greinum, en þar var fækkunin á bilinu 18-21 prósent. Ásmundur Einar segir mikið gleðiefni að sjá atvinnuleysi minnka hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hann segir tölurnar sýna að þær aðgerðir sem farið var í með átakinu séu að virka. „Ég er virkilega ánægður að sjá hvernig atvinnulífið hefur komið af krafti með okkur í þessar aðgerðir og nú er bara að bæta í, sækja fram af krafti og skapa enn fleiri störf á næstu mánuðum.“ Vinnumálastofnun spáir enn frekari lækkun atvinnuleysis og að það verði komið niður í 7,3-7,7 prósent í júní. Ef sú þróun raungerist, mun atvinnulausum hafa fækkað úr 20.000 í lok apríl, í 14.000 í lok júní. Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað átakið „Hefjum störf“ í mars síðastliðinn. Markmiðið með átakinu var að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. En þessir aðilar fá ríflegan stuðning frá hinu opinbera með hverjum nýjum starfsmanni. Atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í apríl á þessu ári, en var komið niður í 9.1 prósent í maí. Lækkunin nemur því 1,3 prósent á milli mánaða, sem eru um 2.400 einstaklingar. Það er mesta lækkun sem hefur orðið síðan 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnulausum fækkað mest í ferðaþjónustunni Það má því segja að átakið hafi farið vel af stað og nú eru alls um 10.400 störf í boði hjá Vinnumálastofnun í tengslum við átakið. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur gengið vel að ráða einstaklinga sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í maí. Mesta fækkunin var í ferðaþjónustutengdum greinum, en þar var fækkunin á bilinu 18-21 prósent. Ásmundur Einar segir mikið gleðiefni að sjá atvinnuleysi minnka hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hann segir tölurnar sýna að þær aðgerðir sem farið var í með átakinu séu að virka. „Ég er virkilega ánægður að sjá hvernig atvinnulífið hefur komið af krafti með okkur í þessar aðgerðir og nú er bara að bæta í, sækja fram af krafti og skapa enn fleiri störf á næstu mánuðum.“ Vinnumálastofnun spáir enn frekari lækkun atvinnuleysis og að það verði komið niður í 7,3-7,7 prósent í júní. Ef sú þróun raungerist, mun atvinnulausum hafa fækkað úr 20.000 í lok apríl, í 14.000 í lok júní.
Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Sjá meira
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44
Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41
Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent