„Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:32 Erna Kristín hefur síðustu ár frætt landsmenn um líkamsvirðingu. „Mitt markmið er alltaf að efla og hjálpa einstaklingum að komast skrefinu nær frelsinu sem það er að elska líkama sinn óháð stærð eða útliti,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31