„Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:32 Erna Kristín hefur síðustu ár frætt landsmenn um líkamsvirðingu. „Mitt markmið er alltaf að efla og hjálpa einstaklingum að komast skrefinu nær frelsinu sem það er að elska líkama sinn óháð stærð eða útliti,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31