Spá 4,3 prósenta verðbólgu í júní og minni útsölum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2021 12:42 Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans. Vísir/Vilhelm Verðbólga lækkar úr 4,4% í 4,3% í júní ef marka má nýja verðbólguspá Landsbankans. Þá er gert ráð fyrir minni útsöluáhrifum í sumar en síðustu ár. Hagsjá Landsbankans er birt mánaðarlega og er spá um verðbólgu til næstu fjögurra mánaða. Gústaf Steingrímsson er hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Við gerum ráð fyrir því að tólf mánaða verðbólga verði 4,3 prósent í júní og að hún muni svo hjaðna hægt á næstu mánuðum og verða 4 prósent í september. Þetta er kannski aðeins hægari hjöðnun en við vorum að gera ráð fyrir í maí og það helgast fyrst og fremst af því að við gerum ráð fyrir að hækkanir á fasteignamarkaði verði meiri en við gerðum ráð fyrir þá,“ segir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. Mesta hækkun síðan sumarið 2006 Miklar verðhækkanir hafa verið á fasteignamarkaði síðustu mánuði, en þær hafa áhrif á verðbólgu. „Ef við tökum verðhækkunina sem var á milli febrúar og maí núna í vor þá hækkaði fasteignaverð um 5,8 prósent. Ef við horfum framhjá árunum 2016 til 2017 þegar voru miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði þá er þetta mesta fjögurra mánaða verðhækkun á fasteignamarkaði síðan sumarið 2005.“ Spá minni útsölum Þá gerir spáin ráð fyrir minni útsöluáhrifum í sumar en síðustu ár. „Þetta hefur verið á bilinu svona tíu til þrettán prósenta lækkanir í janúar og júlí á síðustu árum en eftir að faraldurinn hófst hafa þessar breytingar hafa verið mun minni, það er að segja að útsöluáhrifin hafa verið mun minni,“ sagði Gústaf. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar sem hafði það í för með sér að Íslendingar gerðu fatakaup sín síður erlendis. „Sem hefur leitt til þess að í rauninni hefur lagerinn eiginlega selst upp fyrir útsölur, innlendur fata- og skólager þannig að útsölurnar hafa verið mun minni og mun minni afsláttur. Og við gerum ráð fyrir því að núna í júlí verði verðlækkun milli júní og júlí mun minni heldur en hefur verið.“ Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hagsjá Landsbankans er birt mánaðarlega og er spá um verðbólgu til næstu fjögurra mánaða. Gústaf Steingrímsson er hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Við gerum ráð fyrir því að tólf mánaða verðbólga verði 4,3 prósent í júní og að hún muni svo hjaðna hægt á næstu mánuðum og verða 4 prósent í september. Þetta er kannski aðeins hægari hjöðnun en við vorum að gera ráð fyrir í maí og það helgast fyrst og fremst af því að við gerum ráð fyrir að hækkanir á fasteignamarkaði verði meiri en við gerðum ráð fyrir þá,“ segir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. Mesta hækkun síðan sumarið 2006 Miklar verðhækkanir hafa verið á fasteignamarkaði síðustu mánuði, en þær hafa áhrif á verðbólgu. „Ef við tökum verðhækkunina sem var á milli febrúar og maí núna í vor þá hækkaði fasteignaverð um 5,8 prósent. Ef við horfum framhjá árunum 2016 til 2017 þegar voru miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði þá er þetta mesta fjögurra mánaða verðhækkun á fasteignamarkaði síðan sumarið 2005.“ Spá minni útsölum Þá gerir spáin ráð fyrir minni útsöluáhrifum í sumar en síðustu ár. „Þetta hefur verið á bilinu svona tíu til þrettán prósenta lækkanir í janúar og júlí á síðustu árum en eftir að faraldurinn hófst hafa þessar breytingar hafa verið mun minni, það er að segja að útsöluáhrifin hafa verið mun minni,“ sagði Gústaf. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar sem hafði það í för með sér að Íslendingar gerðu fatakaup sín síður erlendis. „Sem hefur leitt til þess að í rauninni hefur lagerinn eiginlega selst upp fyrir útsölur, innlendur fata- og skólager þannig að útsölurnar hafa verið mun minni og mun minni afsláttur. Og við gerum ráð fyrir því að núna í júlí verði verðlækkun milli júní og júlí mun minni heldur en hefur verið.“
Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira