Flestir rekast á falsfréttir á Facebook Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 11:54 Sjö af hverjum tíu þátttakendum í spurningakönnun Maskínu segjast hafa rekist á falsfréttir um Kórónuveiru-faraldurinn á netinu. Þar af rákust langflestir á slíkt á Facebook. mynd/AP Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu. Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira