Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 10:23 Atriði Hatara var umtalað um allan heim. Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi.
Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira