Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 10:23 Atriði Hatara var umtalað um allan heim. Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi.
Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira