Gæti glitt í sólmyrkvann á milli rigningarskýjanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2021 12:49 Rigningu er spáð í öllu landshlutum þegar sólmyrkvinn gengur yfir á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sólin brjótist fram úr skýjunum einhvers staðar nógu lengi til að hægt verði að sjá hluta myrkvans. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Sólmyrkvinn á morgun er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69% skífur sólarinnar en stærstur verður myrkvinn á Ísafirði, 73%. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið á 97% af skífu sólarinnar. Tunglið byrjar að ganga fyrir sólina klukkan 9:06 í Reykjavík á morgun og nær myrkvinn hámarki sínu klukkan 10:17. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem vilja berja myrkvann augum. Einhver rigning verði í öllum landshlutum fyrir hádegið á morgun. Þar sem myrkvinn stendur yfir í rúma tvo tíma sé þó mögulegt að það rofi til hér og þar en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvar. Það gæti mögulega gerst á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að einhvers staðar á landinu sjáist eitthvað,“ segir Þórður við Vísi. Glitti í sólina á morgun þurfa þeir sem vilja berja myrkvann augum að hafa öryggið á oddinum. Nota þarf sérstök sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika til þess að horfa á hann, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Deildarmyrkvinn líkt og hann mun líta út í Reykjavík 10. júní kl. 10:17. Þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun.Veðurstofan/Þórður Arason Á mörkunum að fólk nemi birtubreytinguna Þegar myrkvinn er í hámarki dregur úr birtu sólar um rétt rúm 60%. Þórður segir það á mörkunum að fólk merki breytinguna. „Í skúraveðri þar sem skiptast á skin og skúrir er meiri breyting á birtu en í þessum myrkva á morgun,“ segir hann. Þá segir hann að mannsaugað skynji lítt birtubreytingar af þessu tagi þar sem það aðlagar sig og opnar sjáöldin betur. „Mannsaugað og heilinn plata mann svolítið og stækka bara ljósopið,“ segir Þórður. Breytingin ætti hins vegar að vera greinileg á myndum sem eru teknar með föstum stillingum, ljósopi og tíma. Þórður segist sjálfur ætla að reyna að taka slíkar myndir í myrkvanum ef það verður alskýjað á morgun. Almyrkvi eftir fimm ár Fari allt á versta veg á morgun og skýin feli sjónarspilið alveg getur fólk huggað sig við að ekki eru nema fimm ár þar til almyrkvi á sólu gengur yfir Ísland, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést á Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést í Reykjavík í tæp sex hundruð ár. Þórður segist eiga von á að hvert einasta hótel á vestanverðu landinu verði uppbókað þegar almyrkvinn gengur yfir eftir fimm ár. Í Evrópu og á Norðurlöndunum sjáist ekki almyrkvi á sólu næst fyrr en eftir sextíu ár. Sólmyrkvinn á morgun verður sjáanlegur sem hringmyrkvi víðar á norðurhveli, þar á meðal í Kanada, Grænlandi, norðurpólnum og Rússlandi. Hringmyrkvar verða þegar tunglið er aðeins of fjarr jörðinni til þess að hylja alla sólina. Þá sést ljóshringur í kringum tunglið þegar það gengur fyrir sólina. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinu streymi víða, þar á meðal á Youtube-rás vefsíðunnar Time and Date hér fyrir neðan. Tunglið Sólin Reykjavík Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Sólmyrkvinn á morgun er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69% skífur sólarinnar en stærstur verður myrkvinn á Ísafirði, 73%. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið á 97% af skífu sólarinnar. Tunglið byrjar að ganga fyrir sólina klukkan 9:06 í Reykjavík á morgun og nær myrkvinn hámarki sínu klukkan 10:17. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem vilja berja myrkvann augum. Einhver rigning verði í öllum landshlutum fyrir hádegið á morgun. Þar sem myrkvinn stendur yfir í rúma tvo tíma sé þó mögulegt að það rofi til hér og þar en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvar. Það gæti mögulega gerst á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að einhvers staðar á landinu sjáist eitthvað,“ segir Þórður við Vísi. Glitti í sólina á morgun þurfa þeir sem vilja berja myrkvann augum að hafa öryggið á oddinum. Nota þarf sérstök sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika til þess að horfa á hann, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Deildarmyrkvinn líkt og hann mun líta út í Reykjavík 10. júní kl. 10:17. Þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun.Veðurstofan/Þórður Arason Á mörkunum að fólk nemi birtubreytinguna Þegar myrkvinn er í hámarki dregur úr birtu sólar um rétt rúm 60%. Þórður segir það á mörkunum að fólk merki breytinguna. „Í skúraveðri þar sem skiptast á skin og skúrir er meiri breyting á birtu en í þessum myrkva á morgun,“ segir hann. Þá segir hann að mannsaugað skynji lítt birtubreytingar af þessu tagi þar sem það aðlagar sig og opnar sjáöldin betur. „Mannsaugað og heilinn plata mann svolítið og stækka bara ljósopið,“ segir Þórður. Breytingin ætti hins vegar að vera greinileg á myndum sem eru teknar með föstum stillingum, ljósopi og tíma. Þórður segist sjálfur ætla að reyna að taka slíkar myndir í myrkvanum ef það verður alskýjað á morgun. Almyrkvi eftir fimm ár Fari allt á versta veg á morgun og skýin feli sjónarspilið alveg getur fólk huggað sig við að ekki eru nema fimm ár þar til almyrkvi á sólu gengur yfir Ísland, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést á Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést í Reykjavík í tæp sex hundruð ár. Þórður segist eiga von á að hvert einasta hótel á vestanverðu landinu verði uppbókað þegar almyrkvinn gengur yfir eftir fimm ár. Í Evrópu og á Norðurlöndunum sjáist ekki almyrkvi á sólu næst fyrr en eftir sextíu ár. Sólmyrkvinn á morgun verður sjáanlegur sem hringmyrkvi víðar á norðurhveli, þar á meðal í Kanada, Grænlandi, norðurpólnum og Rússlandi. Hringmyrkvar verða þegar tunglið er aðeins of fjarr jörðinni til þess að hylja alla sólina. Þá sést ljóshringur í kringum tunglið þegar það gengur fyrir sólina. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinu streymi víða, þar á meðal á Youtube-rás vefsíðunnar Time and Date hér fyrir neðan.
Tunglið Sólin Reykjavík Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent