Björgvin um sparkið í höfuð Péturs: Allir hoppa aðeins lengra og aldrei viljaverk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 11:00 Björgvin Páll Gústavsson ræddi atvikið umdeilda sem sést hér á skjámyndinni hér fyrir ofan. S2 Sport Björgvin Páll Gústavsson var flottur í marki Hauka í gærkvöldi þegar liðið fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta með fimm marka útisigri á Stjörnunni. Björgvin var líka í aðalhlutverki í umdeildasta atviki leiksins. Björgvin Páll fékk að koma á háborð Seinni bylgjunnar eftir leikinn sem besti maður leiksins en Haukarnir hafa nú unnið fjórtán leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Björgvin Páll fór yfir leikinn með Henry Birgi Gunnarssyni og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. Markvörðurinn snjalli ræddi meðal annars stöðugleika Hauka sem sýna fá veikleikamerki. „Þegar þú ert búinn að vinna svona marka leiki í röð þá ertu kominn með fullt sjálfstraust. Ofan á það þá erum við að æfa eins og rottur. Við erum að spila með tvö lið á æfingum og stundum með þrjú lið ef U-liðið okkar kemur líka. Við erum alltaf á tánum og erum búnir að vera á tánum í þessum pásum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. S2 Sport Björgvin Páll er búinn að vera að verja mjög vel í marki Hauka síðustu vikur. „Við byrjum ekki vel og ég byrja ekki vel en ég kem mér inn í leikinn. Það er vörninni að þakka. Þessi bolti kemur mér inn í leikinn, frábær vörn hjá Heimi og þá koma hinir boltarnir í framhaldinu,“ sagði Björgvin og hrósaði vörninni fyrir að þrengja fyrsta skotið sem hann varði. „Ég er í formi og ég veit að ég get treyst vörninni og þú getur treyst gæjanum við hliðina á þér. Þá er maður alltaf með sjálfstraust og klár í hvað sem er,“ sagði Björgvin Páll. Björgvin Páll ræddi meðal annars atvikið umdeilda þegar margir vildu að hann fengi rautt spjald en hann slapp með tveggja mínútna brottvísun. „Það er svo mikill vilji og það er svo mikill kraftur. Eins og þegar við (Pétur) lendum saman í sex metra færinu eða Dagur Gauti í hraðaupphlaupinu. Það eru allir að hoppa aðeins lengra, gera aðeins meira og stíga aðeins nær. Það er ástríðan sem er í gangi því þú færð allt í einu fulla höll sem hefur ekki sést í tvö ár. Þá kemur mikil orka og mikil læti. Menn eiga kannski í erfiðleikum með að beisla hana,“ sagði Björgvin Páll. S2 Sport Henry Birgir spurði Björgvin beint út í atvikið þegar hann hoppar á Stjörnumanninn Pétur Árna Hauksson. „Ég get lofað því að þetta er ekki viljaverk. Uppáhaldsskotið hans er að setja hann þarna uppi og hann veit það sjálfur. Þess vegna fer fóturinn svona hátt upp. Málið er það að þegar maður er í svona leik og ég sjálfur er gíraður þá hoppar maður aðeins meira á móti,“ sagði Björgvin Páll og nefndi líka atvikið með Dag Gautason í seinni hálfleiknum. „Ef ég geri sömu hreyfingu þar þá fer ég líka í andlitinu á honum en ég þar náði ég að bremsa mig af svona andlega. Það eru bara lætin og stemmningin sem gera það að verkum að maður er aðeins agressífari. Kannski fer hálfu skrefi lengra en það er aldrei til í dæminu að þetta sé viljaverk. Það má sjá allt viðtalið og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Björgvin Páll á háborðinu eftir sigur á Stjörnunni Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Stjarnan Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira
Björgvin Páll fékk að koma á háborð Seinni bylgjunnar eftir leikinn sem besti maður leiksins en Haukarnir hafa nú unnið fjórtán leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Björgvin Páll fór yfir leikinn með Henry Birgi Gunnarssyni og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. Markvörðurinn snjalli ræddi meðal annars stöðugleika Hauka sem sýna fá veikleikamerki. „Þegar þú ert búinn að vinna svona marka leiki í röð þá ertu kominn með fullt sjálfstraust. Ofan á það þá erum við að æfa eins og rottur. Við erum að spila með tvö lið á æfingum og stundum með þrjú lið ef U-liðið okkar kemur líka. Við erum alltaf á tánum og erum búnir að vera á tánum í þessum pásum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. S2 Sport Björgvin Páll er búinn að vera að verja mjög vel í marki Hauka síðustu vikur. „Við byrjum ekki vel og ég byrja ekki vel en ég kem mér inn í leikinn. Það er vörninni að þakka. Þessi bolti kemur mér inn í leikinn, frábær vörn hjá Heimi og þá koma hinir boltarnir í framhaldinu,“ sagði Björgvin og hrósaði vörninni fyrir að þrengja fyrsta skotið sem hann varði. „Ég er í formi og ég veit að ég get treyst vörninni og þú getur treyst gæjanum við hliðina á þér. Þá er maður alltaf með sjálfstraust og klár í hvað sem er,“ sagði Björgvin Páll. Björgvin Páll ræddi meðal annars atvikið umdeilda þegar margir vildu að hann fengi rautt spjald en hann slapp með tveggja mínútna brottvísun. „Það er svo mikill vilji og það er svo mikill kraftur. Eins og þegar við (Pétur) lendum saman í sex metra færinu eða Dagur Gauti í hraðaupphlaupinu. Það eru allir að hoppa aðeins lengra, gera aðeins meira og stíga aðeins nær. Það er ástríðan sem er í gangi því þú færð allt í einu fulla höll sem hefur ekki sést í tvö ár. Þá kemur mikil orka og mikil læti. Menn eiga kannski í erfiðleikum með að beisla hana,“ sagði Björgvin Páll. S2 Sport Henry Birgir spurði Björgvin beint út í atvikið þegar hann hoppar á Stjörnumanninn Pétur Árna Hauksson. „Ég get lofað því að þetta er ekki viljaverk. Uppáhaldsskotið hans er að setja hann þarna uppi og hann veit það sjálfur. Þess vegna fer fóturinn svona hátt upp. Málið er það að þegar maður er í svona leik og ég sjálfur er gíraður þá hoppar maður aðeins meira á móti,“ sagði Björgvin Páll og nefndi líka atvikið með Dag Gautason í seinni hálfleiknum. „Ef ég geri sömu hreyfingu þar þá fer ég líka í andlitinu á honum en ég þar náði ég að bremsa mig af svona andlega. Það eru bara lætin og stemmningin sem gera það að verkum að maður er aðeins agressífari. Kannski fer hálfu skrefi lengra en það er aldrei til í dæminu að þetta sé viljaverk. Það má sjá allt viðtalið og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Björgvin Páll á háborðinu eftir sigur á Stjörnunni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Stjarnan Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira