Björgvin um sparkið í höfuð Péturs: Allir hoppa aðeins lengra og aldrei viljaverk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 11:00 Björgvin Páll Gústavsson ræddi atvikið umdeilda sem sést hér á skjámyndinni hér fyrir ofan. S2 Sport Björgvin Páll Gústavsson var flottur í marki Hauka í gærkvöldi þegar liðið fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta með fimm marka útisigri á Stjörnunni. Björgvin var líka í aðalhlutverki í umdeildasta atviki leiksins. Björgvin Páll fékk að koma á háborð Seinni bylgjunnar eftir leikinn sem besti maður leiksins en Haukarnir hafa nú unnið fjórtán leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Björgvin Páll fór yfir leikinn með Henry Birgi Gunnarssyni og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. Markvörðurinn snjalli ræddi meðal annars stöðugleika Hauka sem sýna fá veikleikamerki. „Þegar þú ert búinn að vinna svona marka leiki í röð þá ertu kominn með fullt sjálfstraust. Ofan á það þá erum við að æfa eins og rottur. Við erum að spila með tvö lið á æfingum og stundum með þrjú lið ef U-liðið okkar kemur líka. Við erum alltaf á tánum og erum búnir að vera á tánum í þessum pásum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. S2 Sport Björgvin Páll er búinn að vera að verja mjög vel í marki Hauka síðustu vikur. „Við byrjum ekki vel og ég byrja ekki vel en ég kem mér inn í leikinn. Það er vörninni að þakka. Þessi bolti kemur mér inn í leikinn, frábær vörn hjá Heimi og þá koma hinir boltarnir í framhaldinu,“ sagði Björgvin og hrósaði vörninni fyrir að þrengja fyrsta skotið sem hann varði. „Ég er í formi og ég veit að ég get treyst vörninni og þú getur treyst gæjanum við hliðina á þér. Þá er maður alltaf með sjálfstraust og klár í hvað sem er,“ sagði Björgvin Páll. Björgvin Páll ræddi meðal annars atvikið umdeilda þegar margir vildu að hann fengi rautt spjald en hann slapp með tveggja mínútna brottvísun. „Það er svo mikill vilji og það er svo mikill kraftur. Eins og þegar við (Pétur) lendum saman í sex metra færinu eða Dagur Gauti í hraðaupphlaupinu. Það eru allir að hoppa aðeins lengra, gera aðeins meira og stíga aðeins nær. Það er ástríðan sem er í gangi því þú færð allt í einu fulla höll sem hefur ekki sést í tvö ár. Þá kemur mikil orka og mikil læti. Menn eiga kannski í erfiðleikum með að beisla hana,“ sagði Björgvin Páll. S2 Sport Henry Birgir spurði Björgvin beint út í atvikið þegar hann hoppar á Stjörnumanninn Pétur Árna Hauksson. „Ég get lofað því að þetta er ekki viljaverk. Uppáhaldsskotið hans er að setja hann þarna uppi og hann veit það sjálfur. Þess vegna fer fóturinn svona hátt upp. Málið er það að þegar maður er í svona leik og ég sjálfur er gíraður þá hoppar maður aðeins meira á móti,“ sagði Björgvin Páll og nefndi líka atvikið með Dag Gautason í seinni hálfleiknum. „Ef ég geri sömu hreyfingu þar þá fer ég líka í andlitinu á honum en ég þar náði ég að bremsa mig af svona andlega. Það eru bara lætin og stemmningin sem gera það að verkum að maður er aðeins agressífari. Kannski fer hálfu skrefi lengra en það er aldrei til í dæminu að þetta sé viljaverk. Það má sjá allt viðtalið og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Björgvin Páll á háborðinu eftir sigur á Stjörnunni Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Stjarnan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Björgvin Páll fékk að koma á háborð Seinni bylgjunnar eftir leikinn sem besti maður leiksins en Haukarnir hafa nú unnið fjórtán leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Björgvin Páll fór yfir leikinn með Henry Birgi Gunnarssyni og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. Markvörðurinn snjalli ræddi meðal annars stöðugleika Hauka sem sýna fá veikleikamerki. „Þegar þú ert búinn að vinna svona marka leiki í röð þá ertu kominn með fullt sjálfstraust. Ofan á það þá erum við að æfa eins og rottur. Við erum að spila með tvö lið á æfingum og stundum með þrjú lið ef U-liðið okkar kemur líka. Við erum alltaf á tánum og erum búnir að vera á tánum í þessum pásum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. S2 Sport Björgvin Páll er búinn að vera að verja mjög vel í marki Hauka síðustu vikur. „Við byrjum ekki vel og ég byrja ekki vel en ég kem mér inn í leikinn. Það er vörninni að þakka. Þessi bolti kemur mér inn í leikinn, frábær vörn hjá Heimi og þá koma hinir boltarnir í framhaldinu,“ sagði Björgvin og hrósaði vörninni fyrir að þrengja fyrsta skotið sem hann varði. „Ég er í formi og ég veit að ég get treyst vörninni og þú getur treyst gæjanum við hliðina á þér. Þá er maður alltaf með sjálfstraust og klár í hvað sem er,“ sagði Björgvin Páll. Björgvin Páll ræddi meðal annars atvikið umdeilda þegar margir vildu að hann fengi rautt spjald en hann slapp með tveggja mínútna brottvísun. „Það er svo mikill vilji og það er svo mikill kraftur. Eins og þegar við (Pétur) lendum saman í sex metra færinu eða Dagur Gauti í hraðaupphlaupinu. Það eru allir að hoppa aðeins lengra, gera aðeins meira og stíga aðeins nær. Það er ástríðan sem er í gangi því þú færð allt í einu fulla höll sem hefur ekki sést í tvö ár. Þá kemur mikil orka og mikil læti. Menn eiga kannski í erfiðleikum með að beisla hana,“ sagði Björgvin Páll. S2 Sport Henry Birgir spurði Björgvin beint út í atvikið þegar hann hoppar á Stjörnumanninn Pétur Árna Hauksson. „Ég get lofað því að þetta er ekki viljaverk. Uppáhaldsskotið hans er að setja hann þarna uppi og hann veit það sjálfur. Þess vegna fer fóturinn svona hátt upp. Málið er það að þegar maður er í svona leik og ég sjálfur er gíraður þá hoppar maður aðeins meira á móti,“ sagði Björgvin Páll og nefndi líka atvikið með Dag Gautason í seinni hálfleiknum. „Ef ég geri sömu hreyfingu þar þá fer ég líka í andlitinu á honum en ég þar náði ég að bremsa mig af svona andlega. Það eru bara lætin og stemmningin sem gera það að verkum að maður er aðeins agressífari. Kannski fer hálfu skrefi lengra en það er aldrei til í dæminu að þetta sé viljaverk. Það má sjá allt viðtalið og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Björgvin Páll á háborðinu eftir sigur á Stjörnunni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Stjarnan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira