Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júní 2021 15:53 Mál Manuelu verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Manuela Ósk sætir ákæru fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hefur aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Manuelu er gefið að sök að hafa svipt tvo barnsfeður sína valdi eða umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfeðranna er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Ákvörðun Hæstaréttar um að veita ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi var tekin af fyrrverandi hæstaréttardómurum sem skipaðir voru vegna vanhæfis allra dómara réttarins. Halldór Þ. Birgisson, lögmaður Manuelu, segist ekki vita til þess að ástæða þess sé sú að dómararnir tengist málsaðilum á nokkurn hátt. Hann hafi hins vegar aldrei séð það að allir dómarar segi sig frá málinu. Hann segist bjartsýnn á að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu í málinu og Landsréttur og héraðsdómur. Ákæruvaldið segir tilgang áfrýjunar vera að fá endurskoðun á niðurstöðu Landsréttar sem byggð er á skýringu eða beitingu lagareglna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að 193. grein hegningarlaga væri einungis ætlað að tryggja rétt barns til umsjár og verndar forsjárforeldris síns. Manuela Ósk fer með sameiginlegt forræði annars barna sinna, en óljóst er hvort forræði hins sé sameiginlegt, og var því sýknuð af ákærunni fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið telur ofangreinda túlkun réttarins ranga og að beita megi ákvæðinu í tilvikum þegar um er að ræða sameiginlega forsjá og annað foreldrið sviptir hitt foreldrið valdi og/eða umsjá yfir barni. Þá telur ákæruvaldið jafnframt að beita eigi ákvæðinu óháð því hvort foreldrið sem sviptir hitt umsjá sé aðalumönnunaraðili barnsins eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var Manuela Ósk sögð fara með sameiginlegt forræði beggja barna sinna. Þá stóð einnig að Manuela hafi verið dæmd brotleg fyrir brot gegn Haagsáttmálanum. Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40 Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Manuela Ósk sætir ákæru fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hefur aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Manuelu er gefið að sök að hafa svipt tvo barnsfeður sína valdi eða umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfeðranna er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Ákvörðun Hæstaréttar um að veita ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi var tekin af fyrrverandi hæstaréttardómurum sem skipaðir voru vegna vanhæfis allra dómara réttarins. Halldór Þ. Birgisson, lögmaður Manuelu, segist ekki vita til þess að ástæða þess sé sú að dómararnir tengist málsaðilum á nokkurn hátt. Hann hafi hins vegar aldrei séð það að allir dómarar segi sig frá málinu. Hann segist bjartsýnn á að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu í málinu og Landsréttur og héraðsdómur. Ákæruvaldið segir tilgang áfrýjunar vera að fá endurskoðun á niðurstöðu Landsréttar sem byggð er á skýringu eða beitingu lagareglna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að 193. grein hegningarlaga væri einungis ætlað að tryggja rétt barns til umsjár og verndar forsjárforeldris síns. Manuela Ósk fer með sameiginlegt forræði annars barna sinna, en óljóst er hvort forræði hins sé sameiginlegt, og var því sýknuð af ákærunni fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið telur ofangreinda túlkun réttarins ranga og að beita megi ákvæðinu í tilvikum þegar um er að ræða sameiginlega forsjá og annað foreldrið sviptir hitt foreldrið valdi og/eða umsjá yfir barni. Þá telur ákæruvaldið jafnframt að beita eigi ákvæðinu óháð því hvort foreldrið sem sviptir hitt umsjá sé aðalumönnunaraðili barnsins eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var Manuela Ósk sögð fara með sameiginlegt forræði beggja barna sinna. Þá stóð einnig að Manuela hafi verið dæmd brotleg fyrir brot gegn Haagsáttmálanum.
Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40 Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40
Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15