Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júní 2021 15:53 Mál Manuelu verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Manuela Ósk sætir ákæru fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hefur aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Manuelu er gefið að sök að hafa svipt tvo barnsfeður sína valdi eða umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfeðranna er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Ákvörðun Hæstaréttar um að veita ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi var tekin af fyrrverandi hæstaréttardómurum sem skipaðir voru vegna vanhæfis allra dómara réttarins. Halldór Þ. Birgisson, lögmaður Manuelu, segist ekki vita til þess að ástæða þess sé sú að dómararnir tengist málsaðilum á nokkurn hátt. Hann hafi hins vegar aldrei séð það að allir dómarar segi sig frá málinu. Hann segist bjartsýnn á að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu í málinu og Landsréttur og héraðsdómur. Ákæruvaldið segir tilgang áfrýjunar vera að fá endurskoðun á niðurstöðu Landsréttar sem byggð er á skýringu eða beitingu lagareglna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að 193. grein hegningarlaga væri einungis ætlað að tryggja rétt barns til umsjár og verndar forsjárforeldris síns. Manuela Ósk fer með sameiginlegt forræði annars barna sinna, en óljóst er hvort forræði hins sé sameiginlegt, og var því sýknuð af ákærunni fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið telur ofangreinda túlkun réttarins ranga og að beita megi ákvæðinu í tilvikum þegar um er að ræða sameiginlega forsjá og annað foreldrið sviptir hitt foreldrið valdi og/eða umsjá yfir barni. Þá telur ákæruvaldið jafnframt að beita eigi ákvæðinu óháð því hvort foreldrið sem sviptir hitt umsjá sé aðalumönnunaraðili barnsins eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var Manuela Ósk sögð fara með sameiginlegt forræði beggja barna sinna. Þá stóð einnig að Manuela hafi verið dæmd brotleg fyrir brot gegn Haagsáttmálanum. Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40 Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Manuela Ósk sætir ákæru fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hefur aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Manuelu er gefið að sök að hafa svipt tvo barnsfeður sína valdi eða umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfeðranna er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Ákvörðun Hæstaréttar um að veita ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi var tekin af fyrrverandi hæstaréttardómurum sem skipaðir voru vegna vanhæfis allra dómara réttarins. Halldór Þ. Birgisson, lögmaður Manuelu, segist ekki vita til þess að ástæða þess sé sú að dómararnir tengist málsaðilum á nokkurn hátt. Hann hafi hins vegar aldrei séð það að allir dómarar segi sig frá málinu. Hann segist bjartsýnn á að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu í málinu og Landsréttur og héraðsdómur. Ákæruvaldið segir tilgang áfrýjunar vera að fá endurskoðun á niðurstöðu Landsréttar sem byggð er á skýringu eða beitingu lagareglna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að 193. grein hegningarlaga væri einungis ætlað að tryggja rétt barns til umsjár og verndar forsjárforeldris síns. Manuela Ósk fer með sameiginlegt forræði annars barna sinna, en óljóst er hvort forræði hins sé sameiginlegt, og var því sýknuð af ákærunni fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið telur ofangreinda túlkun réttarins ranga og að beita megi ákvæðinu í tilvikum þegar um er að ræða sameiginlega forsjá og annað foreldrið sviptir hitt foreldrið valdi og/eða umsjá yfir barni. Þá telur ákæruvaldið jafnframt að beita eigi ákvæðinu óháð því hvort foreldrið sem sviptir hitt umsjá sé aðalumönnunaraðili barnsins eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var Manuela Ósk sögð fara með sameiginlegt forræði beggja barna sinna. Þá stóð einnig að Manuela hafi verið dæmd brotleg fyrir brot gegn Haagsáttmálanum.
Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40 Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40
Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15