Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa selt unglingsstúlkum fíkniefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 14:28 Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa selt þremur stúlkum, sem voru fjórtán og sextán ára gamlar, kannabis og gefið einni þeirra amfetamín heima hjá sér. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brotin sem framin voru í Fjarðabyggð. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum. Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum.
Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira