Mjótt á munum í Perú Árni Sæberg skrifar 7. júní 2021 13:42 Keiko Fujimori, forsetaframbjóðandi í Perú. Getty/Manuel Medir Talning atkvæða stendur nú yfir í Perú en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Keiko Fujimori hefur naumt forskot á andstæðing sinn, Pedro Castillo, þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin. Kosningarnar sem fóru fram í Perú í gær eru einar þær mikilvægustu í sögu landsins. Stjórnmálakrísa hefur ríkt í landinu undanfarið, til dæmis gegndu þrír embætti forseta á einni viku í nóvember síðastliðnum. Val kjósenda í Perú stendur á milli tveggja gjörólíkra stjórnmálastefna. Keiko Fujimori er leiðtogi Fuerza Popular, helsta íhaldssflokks Perú. Þá er hún einnig dóttir Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins. Alberto var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir brot í starfi. Sósíalískur bændasonur Andstæðingur Fujimori, Pedro Castillo, er aftur á móti vinstrisinnaður grunnskólakennari og formaður sósíalistaflokksins Frjálst Perú. Hann hefur lofað að umturna stjórnarskrá landsins, breyta auðlindakerfinu, stofna ráðuneyti vísinda, og mörgu fleiru. „Hvernig má vera að, í svona efnuðu landi, sé svo mikil eymd, svo mikill ójöfnuður, og að einungis þeir stóru hagnist, jafn vel þó þeir vinni ekki,“ segir Castillo í samtali við CNN. Munur milli borga og sveita Keiko Fujimori nýtur mikils stuðnings í borgum Perú en sveitirnar styðja Castillo. Þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin er Fujimori með 0,7 prósenta forskot á Castillo. Forskot hennar minnkar eftir því sem fleiri atkvæði úr sveitum landsins eru talin. Þegar fyrstu tölur voru tilkynntar var forskot hennar 5,8 prósent þegar 42 prósent atkvæða höfðu verið talin. Stuðningsmenn beggja fagna sigri Við birtingu fyrstu talna brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Fujimori fyrir utan höfuðstöðvar Fuerza Popular í höfuðborginni Lima. „Það sem við þurfum að stefna að er sameining allra Perúbúa. Þess vegna bið ég báða hópa um rólegheit, þolinmæði og frið, bæði þá sem kusu okkur og þá sem kusu okkur ekki,“ er haft eftir Keiko Fujimori. Útgönguspár spáðu Castillo hins vegar sigri og brugðust stuðningsmenn hans við með því að halda út á götur Tacabamba og kalla „Við unnum!“ Við það tilefni óskaði Castillo eftir þolinmæði Perúbúa. „Við treystum á vilja fólksins og vonum að í dag, á þessari lýðræðishátíð, verðum við róleg og þolinmóð. Lengi lifi Perú,“ sagði Castillo við stuðningsmenn sína. Pedro Castillo ávarpar stuðningsmenn sína þegar niðurstöður útgönguspár lágu fyrir.Stringer/EPA Sigurvegarans bíður ærið verkefni Ljóst er að nokkrir dagar gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Sigurvegari þeirra mun væntanlega eiga fullt í fangi með nýja starfið enda hefur Perú farið verr út úr faraldri COVID-19 en flest önnur lönd. Hvergi í heiminum hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Perú, sé miðað við höfðatölu. Um 180.000 hafa látist í landinu en íbúar þess eru einungis um 33 milljónir. Auk gríðarlegs mannfalls hefur faraldurinn leikið efnahag landsins grátt. Tæplega þriðjungur íbúa landsins telst nú vera undir fátæktarmörkum. Perú Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Kosningarnar sem fóru fram í Perú í gær eru einar þær mikilvægustu í sögu landsins. Stjórnmálakrísa hefur ríkt í landinu undanfarið, til dæmis gegndu þrír embætti forseta á einni viku í nóvember síðastliðnum. Val kjósenda í Perú stendur á milli tveggja gjörólíkra stjórnmálastefna. Keiko Fujimori er leiðtogi Fuerza Popular, helsta íhaldssflokks Perú. Þá er hún einnig dóttir Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins. Alberto var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir brot í starfi. Sósíalískur bændasonur Andstæðingur Fujimori, Pedro Castillo, er aftur á móti vinstrisinnaður grunnskólakennari og formaður sósíalistaflokksins Frjálst Perú. Hann hefur lofað að umturna stjórnarskrá landsins, breyta auðlindakerfinu, stofna ráðuneyti vísinda, og mörgu fleiru. „Hvernig má vera að, í svona efnuðu landi, sé svo mikil eymd, svo mikill ójöfnuður, og að einungis þeir stóru hagnist, jafn vel þó þeir vinni ekki,“ segir Castillo í samtali við CNN. Munur milli borga og sveita Keiko Fujimori nýtur mikils stuðnings í borgum Perú en sveitirnar styðja Castillo. Þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin er Fujimori með 0,7 prósenta forskot á Castillo. Forskot hennar minnkar eftir því sem fleiri atkvæði úr sveitum landsins eru talin. Þegar fyrstu tölur voru tilkynntar var forskot hennar 5,8 prósent þegar 42 prósent atkvæða höfðu verið talin. Stuðningsmenn beggja fagna sigri Við birtingu fyrstu talna brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Fujimori fyrir utan höfuðstöðvar Fuerza Popular í höfuðborginni Lima. „Það sem við þurfum að stefna að er sameining allra Perúbúa. Þess vegna bið ég báða hópa um rólegheit, þolinmæði og frið, bæði þá sem kusu okkur og þá sem kusu okkur ekki,“ er haft eftir Keiko Fujimori. Útgönguspár spáðu Castillo hins vegar sigri og brugðust stuðningsmenn hans við með því að halda út á götur Tacabamba og kalla „Við unnum!“ Við það tilefni óskaði Castillo eftir þolinmæði Perúbúa. „Við treystum á vilja fólksins og vonum að í dag, á þessari lýðræðishátíð, verðum við róleg og þolinmóð. Lengi lifi Perú,“ sagði Castillo við stuðningsmenn sína. Pedro Castillo ávarpar stuðningsmenn sína þegar niðurstöður útgönguspár lágu fyrir.Stringer/EPA Sigurvegarans bíður ærið verkefni Ljóst er að nokkrir dagar gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Sigurvegari þeirra mun væntanlega eiga fullt í fangi með nýja starfið enda hefur Perú farið verr út úr faraldri COVID-19 en flest önnur lönd. Hvergi í heiminum hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Perú, sé miðað við höfðatölu. Um 180.000 hafa látist í landinu en íbúar þess eru einungis um 33 milljónir. Auk gríðarlegs mannfalls hefur faraldurinn leikið efnahag landsins grátt. Tæplega þriðjungur íbúa landsins telst nú vera undir fátæktarmörkum.
Perú Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“